Mörgum erlendum ferðamönnum finnst Ísland hafa sérstakt umhverfi og sérstaka menningu, eins og baðmenningu. Einnig finna þeir vel fyrir hreina loftinu og drykkjarvatnið vekur áhuga. Eitthvað ekta í umhverfinu heillar þá!!!
Síðast í gær var ég spurð af erlendum farþega (starfa sem leiðsögumaður) hvað ferðapakki myndi kosta til Íslands í tíu daga með innifalinni heilsumeðferð. Ég hugleiddi svarið...(farþeginn stundar nálastungur í Kaliforníu). Ég vissi þá að heilsuhæli og frekari meðferðir eins og aðgerðir bjóðast ekki hér á landi fyrir útlendinga, nema þeir hafi tilskilin réttindi skv. íslenskum lögum og hafi verið búsettir hér á landi í tiltekinn tíma. Því nefndi ég einungis við ferðamanninn heilsulindirnar (spa) og sundlaugarnar . PrimaCare verður því góð viðbót sem tengja má beint inn í ferðaþjónustuna. Svar okkar leiðsögumanna verður því í framtíðinni skýrara og nær lengra inn í það sem útlendingarnir eru að sækjast eftir!
Þörfin er mikil á aðgerðum og annarri heilbrigðisþjónustu fyrir útlendinga, því að bara í Bandríkjunum fá um 25% sjúklinga enga heilbrigðisþjónustu vegna mikils kostnaðar fyrir þá. Getum við því búist við góðri nýtingu á heilbrigðisþjónustu hjá fyrirtækjum eins og PrimaCare. Gleðitíðindi einnig fyrir þá heilbrigðisstarfsmenn sem munu missa vinnu sína hjá ríkinu.
Til hamingju PrimaCare!
Einkasjúkrahús í Mosfellsbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | 2.10.2009 | 20:34 (breytt 3.10.2009 kl. 20:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bíðum með alla Icesave umræðu í fimm ár og látum Breta og Hollendinga finna að ef þeir vilja síðar fá greiðslur frá almenningi þessa lands, verða þeir að dansa með íslensku þjóðfélagi, en við ekki sem skósólarnir þeirra.
Alþingismenn snúið ykkur að þeim sem þurfa hjálp núna og í komandi framtíð og takið strax á úrlausnum vegna fjárhagsþrenginga margra íslenskra fjölskyldna.
1. Fáið sem flesta til að vinna að nýsköpun og beinið peningum í heilbrigðar áttir. Þannig er hægt að skapa ný störf fyrir atvinnulausa.
2. Komið sem flestum atvinnulausum í vinnu sem fyrst, því það er ekki eðlilegt að vita af fólki aðgerðarlausu þrátt fyrir að því sé boðin vinna. Sýnið sóma og hækkið launin úr lágmarkslaunum. Þannig fara hjól atvinnulífsins að snúast hraðar og nýsköpun þar með.
Annað: Persónulega finnst mér að við eigum ekki að greiða Icesave! Ekki tók ég eitt bankalán í góðærinu og tel mig ekki skulda neinum neitt.
Stjórnmál og samfélag | 27.9.2009 | 14:39 (breytt kl. 14:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Höfði er tvímælalaust sögufrægasta hús landsins. Ég kom að bruna hússins kl. 17.50 í dag og varð mikið brugðið. Hrópaði upp NEI... NEI.... EKKI ÞETTA HÚS! Fyrr í sumar upplifði ég Valhöll brenna, þegar ég kom þar að með ferðamannahóp um 40 mínútur eftir að eldurinn kviknaði. Húsin okkar eru merkileg og Valhöll var einnig merkilegt hús að mínu mati. Höfði brann og ég staldraði við eins og ég vildi votta húsinu virðinu mína! Mikið var ég ánægð að sjá á þessum rúma klukkutíma sem ég horfði á Höfða brenna, hve slökkviliðsmennirnir okkar börðust hetjulega við hættulega aðstæður fyrir þjóð sína og það með ótrúlega faglegum hætti.
Eitt upplifði ég þó hvað sterkast við brunann í dag, það að þegar eldstungurnar byrjuðu að loga á fullum krafti úr norðvesturhluta þaksins um kl. 18.45, þurftu nokkrir slökkviliðsmenn að hörfa af því. Þá allt í einu hófst regn eins og hellt væri úr fötu. Það var eins og Guð almáttugur væri þar að verki við að bjarga húsinu. Alveg merkileg upplifun! Síðan liðu um tíu mínútur og greinlegt var að þeir tíu slökkviliðsmenn sem komust aftur á norðvesturenda þaksins gátu unnið mun betur við það regn sem hafði fallið á þakið þá í um tíu mínútur. Þeir náðu loks yfirráðum eldsins! Eru ekki vegir Guðs órannsakanlegir? Það held ég:-)
Menning og listir | 25.9.2009 | 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ef sátt á að nást við þjóðina varðandi frágang við Hollendinga og Breta á ICESAVE, þarf að setja allt sem kemur frá þeim strax fram á borðið. Þjóðin á kröfu á því að þeir einstaklingar sem hún hefur kosið til setu á Alþingi vinni opið en ekki á bak við tjöldin í máli sem varða þjóðarheill.
Sjálf hefði ég viljað setja ICESAVE dómstólaleiðina sl. haust. Málið á ekki að vera á höndum örfárra sem síðan verða ekki ábyrg að nokkru leiti þegar þau hætta i sínu starfi. Þjóðin öll á kröfu á að um ICESAVE verði fjallað á opin og lýðræðislegan hátt.
Jóhanna og Steingrímur, opna umræðu fyrir þjóðina takk.
Stjórnmál og samfélag | 17.9.2009 | 18:15 (breytt kl. 18:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er góð tilfinning að vita að loksins stigi fram á alþjóðasviðið einstaklingur þ.e. EVA JOLY, sem berst fyrir íslensku þjóðina. Innsæi hennar er eins og þjóðin sjálf sé að tala, án eiginhagsmunapots, spillingar og græðgi. Ég tel að hægt sé að taka út þjóð sem heild í þessu máli og þurfi. Slíkur er styrkur heillar þjóðar í baráttumálunum sem Eva berst fyrir. Stöndum því við hlið hennar! Ég efa að aðrar þjóðir standi með þeirri hegðun sem okkur er sýnd í dag af erlendum ráðamönnum. Bretar hafa t.d. ekkert almennt á móti íslendingum samanber mína upplifun sem fararstjóri með fjölda Breta í sumar. ESB er heldur ekki rétta lausnin eins og ég hef skrifað um áður.
Kynningarmál íslensku þjóðarinnar erlendis eru víst í miklum ólestri samanber umfjöllun í fjölmiðlum síðustu daga. Margir stjórnmálamenn eru einnig upp á móti þeim sem þeir ættu að vinna vel með að lausn. Mikið skortir einnig á glöggskyggni og samstöðu! Reyndar hef ég það á tilfinningunni að mörg þeirra sem sitja á Alþingi íslendinga ráði ekkert við það risastóra verkefni sem þau eiga að leysa. Íslenska þjóðin býður enn á öndinni eftir fleiri nýjum einstaklingum sem ráða við lausnirnar, án þess að vera með eiginhagsmunapot og græðgi. Eva bendir einmitt á lausnina! Skoðum hennar orð og höfum þau í fyrirrúmi.
Slítum ekki í sundur friðinn, heldur höldum hann og styrkjumst í baráttu gegn auðvaldi og spillingu hér á landi sem og í öðrum löndum. Fáum BRETA og HOLLENDINGA til að axla sína ábyrgð sjálfir. Fáum alþjóðasamfélagið til að axla einnig ábyrgð á þeirri frjálshyggju sem það hefur mótað í alþjóðlegum fjármálaheimi. Fáum stjórnvöld annarra landa til að læra af hruni efnahags Íslands, þannig að leita megi lausna strax áður en það verður of seint!!!
Joly tókst það sem öðrum tekst ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | 4.8.2009 | 00:48 (breytt kl. 01:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég verð að segja að ég er að reyna að sjá heiðarleikann í samfélaginu. Spillingin er orðin svo mikil að ég á vart til orð. Góð gildi hverfa í skuggann af slíkri frétt! Sumum einstaklingum er hampað endalaust og við hin, meirihluti þjóðarinnar sitjum eftir og reynum að sjá framtíð okkar í þessu yndislega landi.
Hvert á markaðshyggjan að leiða okkur? Til glötunar eða til betri lífsgæða og sáttar milli einstaklinga í þessu þjóðfélagi. Getur verið sátt ef einstakir auðmenn ná sínu fram með auð og völdum á réttum stöðum. NEI, við viljum ekki að friðurinn sé slitinn í sundur og því segi ég, látið auðmenn sem brotið hafa lög landsins gjalda þess. Ég vona að löggjafarvaldið og dómsvaldið sýni nú heiðarleg vinnubrögð. Náum fram sátt en sundrum ekki friðinum!
Stjórnmál og samfélag | 27.7.2009 | 01:45 (breytt kl. 01:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hve oft höfum við íslendingar ekki rekið okkur á í 1100 ára sögu fámennrar þjóðar, að við skiptum litlu þegar risarnir deila. Eins gott að halda sig í hæfilegri fjarlægð og halda sínu, þ.e. auðlindum eins og vatni, jarðorku og fiskimiðum okkar. Með þær auðlindir þurfum við a.m.k. ekki að svelta aftur eins og þjóðin þurfti í lok Móðuharðindanna þegar Danakonungur sendi enga mataraðstoð né hjálp til halda íslendingum. Reyndar skil ég ekki af hverju börnin okkar þurfa enn að læra dönsku í íslenskum skólum, en það er annað mál.
ESB er bandalag þjóða þar sem unnið er að hagsmunum þeirra stóru, sjaldnast þeirra litlu. Persónulega tel ég að innganga í ESB myndi skila minna en meiru þegar á heildina er litið. Það heyri ég einnig oft, þegar ég spyr farþega mína (starfa sem leiðsögumaður) á ferð um Ísland hvort Ísland eigi að ganga í ESB. Oftast fæ ég svarið nei og það frá norðurlandabúum og Bretum. Nokkrir bretar hafa fullyrt við mig að bresk menning sé orðin flöt og að við íslendingar ættum að halda vel í menningarauðævin og okkar sérstöðu svo sem íslenskuna. Einnig að við ættum aldrei að storka því að gera menningarauðævi okkar flöt. Sannarlega segi ég að aldrei skal ég kjósa já við ESB.
Stjórnmál og samfélag | 24.7.2009 | 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef við eigum að geta búið í þessu landi þá hafna ég því að borga skuldir óreiðumanna. Icesave er reikningur annarra en barnanna okkar. Við sem ekki höfum sólundað og eytt um efni fram viljum heldur ekki borga!
Ef börnin okkar fá ekki góða framtíð í þessu landi og skólakerfið og atvinnuástand versnar til muna, vegna of mikillar skuldabyrgði á fjölskyldurnar, þá er ég amk. flutt úr landi, þrátt fyrir að elska menningu landsins, tungumálið og fleira hérna heima.
Hef sem sagt ekki vilja til að búa hér lengur ef börnum þjóðarinnar verður ekki veitt björt framtíð eins og við sem eldri erum höfum fengið hingað til.
Menning og listir | 1.7.2009 | 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Því er þjóðin brotin eins og hún er í dag? Við þurfum ekki að leita svara, því við vitum svörin!
- þJÓÐIN auglýsir hér með eftir framúrskarandi leiðtoga, sem gefur allt sitt í að sameina góð öfl á ný. Leiðtoga sem er óflokksbundinn og gengur til verks fyrir fólkið, en ekki öll önnur völd í landinu. Óspilltann leiðtoga takk. kv. Sólveig
Trúmál og siðferði | 23.2.2009 | 23:47 (breytt kl. 23:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Opinber gögn upplýsa að 12 manns létust hér í umferðinni árið 2008 og 15 árið áður. Tvö árin þar á undan sýna mun færri látna í umferðinni. Þessar vísbendingar eru ógnvekjandi. Við erum aðeins í 12 sæti í dag mv. höfðatölu yfir hve fáir látast í umferðinni, en Svíþjóð er í 1. sæti
Notkun á stórum jeppum í borgum hefur aukist sl. ár. Ölvunarakstur einnig! Þarf ekki að stilla saman strengi og auka umferðaröryggi? Hvar eru stjórnvöld, týnd?
Um 70% af dauðslysum og meiriháttar slysum eiga sér stað hér á suð-vesturhorninu skv. skýrslum um málið. Því er mikilvægt að beina framkvæmdum strax á höfuðborgarsvæðisins og byrja að byggja mislæg gatnamót á helstu slysastöðunum. Einnig skerpa á eftirliti og kunnáttu ökumanna stórra ökutækja eins og Hummerjeppa. Einnig auka öryggi ökumanna sem fara um Reykjanesbraut, Suðurlandsveg og Vesturlandsveg. Einnig auka umferðaröryggi á vegum nálægt Akureyri og stærri bæjum.
Ég vona að ungi maðurinn sem liggur stórslasaður eftir Hummerjeppann nái sér og megi ná að njóta lífs hér með okkur hinum í þjóðfélaginu í framtíðinni. Sendi baráttukveðjur til aðstandanda.
Sjálf er ég meiraprófsbílstjóri og veit að stjórn á stórum ökutækjum krefst mikillar ábyrgðar. Einnig vil ég minna á vefsíðu Neytendasamtakanna ns.is um baráttu fyrir auknu framlagi til umferðaröryggismála, sjá ályktun um umferðaröryggi frá 22. janúar 2009, á forsíðu vefsíðunnar.
Samgöngur | 25.1.2009 | 17:06 (breytt 28.1.2009 kl. 03:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar