au

Skoðum vel orð Evu Joly og vinnum áfram að lausn!

Það er góð tilfinning að vita að loksins stigi fram á alþjóðasviðið einstaklingur þ.e. EVA JOLY, sem berst fyrir íslensku þjóðina. Innsæi hennar er eins og þjóðin sjálf sé að tala, án eiginhagsmunapots, spillingar og græðgi. Ég tel að hægt sé að taka út þjóð sem heild í þessu máli og þurfi. Slíkur er styrkur heillar  þjóðar í  baráttumálunum sem Eva berst fyrir. Stöndum því við hlið hennar! Ég efa að aðrar þjóðir standi með þeirri hegðun sem okkur er sýnd í dag af erlendum ráðamönnum. Bretar hafa t.d. ekkert almennt á móti íslendingum samanber mína upplifun sem fararstjóri með fjölda Breta í sumar. ESB er heldur ekki rétta lausnin eins og ég hef skrifað um áður.

Kynningarmál íslensku þjóðarinnar erlendis eru víst í miklum ólestri samanber umfjöllun í fjölmiðlum síðustu daga. Margir stjórnmálamenn eru einnig upp á móti þeim sem þeir ættu að vinna vel með að lausn. Mikið skortir einnig á glöggskyggni og samstöðu!  Reyndar hef ég það á tilfinningunni að mörg þeirra sem sitja á Alþingi íslendinga ráði ekkert við það risastóra verkefni sem þau eiga að leysa. Íslenska þjóðin býður enn á öndinni eftir fleiri nýjum einstaklingum sem ráða við lausnirnar, án þess að vera með eiginhagsmunapot og græðgi. Eva bendir einmitt á lausnina! Skoðum hennar orð og höfum þau í fyrirrúmi.

Slítum ekki í sundur friðinn, heldur höldum hann og styrkjumst í baráttu gegn auðvaldi og spillingu hér á landi sem og í öðrum löndum. Fáum BRETA og HOLLENDINGA til að axla sína ábyrgð sjálfir. Fáum alþjóðasamfélagið til að axla einnig ábyrgð á þeirri frjálshyggju sem það hefur mótað í alþjóðlegum fjármálaheimi. Fáum stjórnvöld annarra landa til að læra af hruni efnahags Íslands, þannig að leita megi lausna strax áður en það verður of seint!!!

 

 


mbl.is Joly tókst það sem öðrum tekst ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Margrét Bjarnadóttir

Flottur pistill hjá þér! Eva Jolý er sannkölluð þjóðarhetja. Þetta er afrek að birta greinina í svo mörgum mikilvægum dagblöðum samtímis! Ég efast um að ríkisstjórn Íslands hefði getað það. Að minnsta kosti ekki sú sem nú situr við völd. Það er einmitt nauðsynlegt að vinna í þeim anda sem Eva gerir að vekja athygli fólksins í þessum löndum á hvernig er verið að fara með Íslendinga og fá almenning í þessum löndum í lið með okkur. En til þess þurfum við leiðtoga! Þá er ekki að finna í Samfylkingunni það er ljóst. Samfylkingin hefur ekkert gert fyrir fólkið í landinu. Það virðist sem allar ákvaðanir sem þau taka séu rangar og fjölskyldunum í landinu í óhag. Það verður að finna lausnir á málefnum fjölskyldnanna í og leiðrétta heimilislánin. Samfylkingin ætlar sér ekki að gera það og hreinlega kemur í veg fyrir það.  Það er lífsspursmál fyrir íbúa þessa lands að losna við Samfylkinguna úr ríkisstjórn.

Anna Margrét Bjarnadóttir, 4.8.2009 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband