au

Slítum ekki í sundur friðinn! Lögin gilda líka um auðmenn!!!

Ég verð að segja að ég er að reyna að sjá heiðarleikann í samfélaginu. Spillingin er orðin svo mikil að ég á vart til orð. Góð gildi hverfa í skuggann af slíkri frétt! Sumum einstaklingum er hampað endalaust og við hin, meirihluti þjóðarinnar sitjum eftir og reynum að sjá framtíð okkar í þessu yndislega landi.

Hvert á markaðshyggjan að leiða okkur? Til glötunar eða til betri lífsgæða og sáttar milli einstaklinga í þessu þjóðfélagi. Getur verið sátt ef einstakir auðmenn ná sínu fram með auð og völdum á réttum stöðum. NEI, við viljum ekki að friðurinn sé slitinn í sundur og því segi ég, látið auðmenn sem brotið hafa lög landsins gjalda þess. Ég vona að löggjafarvaldið og dómsvaldið sýni nú heiðarleg vinnubrögð. Náum fram sátt en sundrum ekki friðinum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband