au

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

HUGLEIÐING DAGSINS - Gleði og hamingja, hvað er það:-)

 

Yfir hverju gleðst fólk? Það sem ég finn er að margir kvarta yfir ótrúlegustu hlutum og finna ekki ró. Af hverju.... nú á okkar dögum er ekki undan mörgu að kvarta þegar fortíðin er skoðuð þar sem forfeður okkar þurftu að berjast fyrir að hafa nóg að borða hvern vetur, eldgos og plágur geysuðu og sjórinn tók reglulega til sín þá sem unnu þar við róðra.....

Hér á Íslandi getur fólk tjáð sig um lífið án þess að eiga á hættu að fara í fangelsi.

Hér getur fólk ávallt haft mat á borðum og sveltur ekki.

Hér hefur fólk ávallt húsaskól.

Hér getur fólk jafnvel leitað hjálpar við að fá aðra til að greiða niður lán sín..... :-(

Hér er einnig trúfrelsi og börnum okkar er kennt að meta öll trúfélög í skólum þó flest velji þau að fermast og staðfesta kristina trú.

Undan hverju er almennt fólk að kvarta og hvað fær fólk til að vera sífellt neikvætt undan nánast engu.

Gleðjumst yfir því sem við eigum og með ástvinum okkar og finnum hamingju í litlu hlutunum.

Við breytum hvort er eð ekki öðrum en aðeins okkur sjálfum:-)

 Og einn daginn gleymumst við einnig eins og ættfeður okkar.

Já brostu og njóttu lífsins í dag:-)))


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband