au

Kröftug Korpumenning að verða til, "SJÓNLISTAMIÐSTÖÐ FRAMTÍÐARINNAR"

Menningin á Korpúlfsstöðum er heillandi! Korpúlfsstaðir eru sem svarar 5500 fm2 að stærð og hýsa í framtíðnni um 30 listamenn og og 9 hönnuði, þegar SJÓNLISTAMIÐSTÖÐIN verður tekin til starfa um mitt ár 2007.  

Snillingurinn sem byggði Korpúlfsstaði hann Thor Jensen, hefur greinilega vitað hvað hann var að gera þegar hann réðist í framkvæmdirnar við svo stórt hús. Stórhuga snillingur að margra áliti sem lét ekki stoppa sig við framkvæmdir sínar og drauma kominn á sextugs aldur. Hann var þó stoppaður með því að bönnuð var sala á ógerilsneiddri mjólk. Hin frægu mjólkurlög settu fyrirtæki Thors á hausinn.  Af hverju þessi mjólkurlög voru sett á vekur sértakar tilfinningar við skoðun mína á húsinu í dag. Þú átt heiður skilið fyrir að reisa þetta hús Thor! Við þurfum fleiri stórhuga snillinga eins og þig!

Var séð inn í framtíðina um miðja síðustu öld, að í húsinu yrði starfrækt SJÓNLISTAMIÐSTÖð ? Það efa ég! Þessi stórhuga andi hefur þó fylgt húsinu lengi og gerir enn! Nýjar vonir hafa kveiknað, því Sjónlistamiðstöðin hefur sett af stað kraft og vonir margra íslenskra myndlistarmanna og hönnuða. Vonir hafa nú vaknað um að okkar þjóðfélagi verði skilað til baka framleiðlsuaukningu sem nemur um 10% meiri hagnaði í formi skatta. Þannig verða fyrirtækin stöndugri sem nýta sér fagmenntun hönnuða í framtíðinni. Slíkt þykir sannað samkvæmt rannsóknarniðurstöðum sem birtar hafa verið í háskóla einum í Danmörku.  Þeir sönnuðu að betur hönnuð ímynd fyrirtækja skilar sér til baka þó hönnun kosti fyrirtækin upphæðir á frumstigum framleiðslunnar og einnig við viðhald á ímyndarsköpun þeirra. Það borgar sig sem sagt að hafa fagfólk í vinnu samkvæmt rannsókninni. Síðan má ekki gleyma því að myndlist, leirlist, textíll og önnur listsköpun eru einnig verðmæti sem til dæmis bankarnir nýta sér óspart til að styrkja ímynd sína. Það sem sagt borgar sig að fjárfesta í faglegri vinnu hönnuða og listamanna.

Þau gleðilegu tíðindi bárust grafískum hönnuðum vorið 2006 að búið væri að löggilda starfsheiti þeirra "grafískur hönnuður". Nú er loks hægt að leita til fagmanna með vissu  um  að fá faglega þjónustu.  Auðvitað verður þó kaupandi þessarar faglegu þjónustu að kynna sér sjálfur hvort viðkomandi sé menntaður hönnuður. til dæmis með að hringja í FIT Félag grafískra teiknara.  Einnig má vera í sambandi við Samtök hönnuða Form Ísland.

Að lokum; var þá Thor Jensen eftir allt fagmaður sem ekki var löggiltur mjólkurframleiðandi í þeim skilningi. Ef til vill hefði þá átt að löggildinda starfsheitið "Mjólkurfræðingur" á hans tíma til að  lög eins og "Mjólkurlögin" nái ekki að slökkva þann kraft sem hefur fylgt Korpúlfsstöðum.  Kannski getum við þó séð að eitthvað hefur áunnist með þessari nýju löggildingu. Leggjum kapp við að láta SJÓNLISTAMIÐSTÖÐINA Á KORPÚLFSSTÖÐUM ná nýsköpun á flug og frumleika fram með vinnubrögðum listamanna og hönnuða í framtíðinni. Slíkt hlýtur að vera hagur fyrir alla landsmenn.

Með kveðju,

Sólveig Dagmar Þórisdóttir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband