Vil kynna mig aðeins fyrst: rek Auglýsingastofu Íslands ehf, er leiðsögumaður til fimmtán ára. Er einnig ökuleiðsögumaður hjá Iceland Excursion. Er með BA í grafískri hönnun frá LHÍ og MA gráðu frá Háskóla Íslands í hagnýtri menningarmiðlun, það er menntun við að miðla um sögu og menningu Íslands á margvíslegan hátt. Taldi ég þetta nægan grunn til að sækja um að koma að við átakið Inspired by Iceland. Sendi ég því bréf til helstu aðila og ráðuneyta sem stóðu að átakinu og fékk reyndar engin svör nánast. Var hvött áfram samt. Uppgötvaði fljótlega mikla spillingu og að fáir sérútvaldir sætu um kjötkatlana. Aðeins lokað útboð væri og aðeins tvær auglýsingastofur fengju aðgang.
Heilar 300.000.000 milljónir af skattfé okkar fóru á tvær sérvaldar auglýsingastofur skv. orðum Einars Karls Haraldssonar sem stýrði kynningarátakinu. Hann hringdi í mig fimm dögum eftir að ég lagði inn skilaboð til hans. Hann hló að mér þegar ég bað hann um skýringu á því af hverju væri ekki opið útboð fyrir starfandi auglýsingastofur. Einar Karl bar fyrir sig tímaleysi vegna eldgossins. Lög um útboð segja að ef verðmætið er meira en 20.000.000 kr. þá skal hafa opið útboð um pakkann skv. lögum Evrópusambandsins sem gilda einnig hér á landi í gegnum EES. Ég var einnig í sambandi við Ríkiskaup sem sendu áminningu í tíma á þá aðila sem stóðu að átakinu. Ekkert útboð var sem sagt um 300.000.000 króna auglýsingapakkann. Rikisvaldið brýtur enn útboðs-og stjórnsýslulög.
Vinnubrögð XS - Össur Skarphéðins réði stórvin sinn Einar Karl Haraldsson til að stjórna Inspired by Iceland átakinu. Hvað ætli Einar Karl hafi fengið fyrir þessa frábæru stjórnunarvinnu sína og aðstoð við brot á lögum gagnvart almenningi?
Flokkur: Fjölmiðlar | 5.7.2010 | 13:30 (breytt kl. 13:45) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður punktur! Ætlarðru ekki að kæra þetta til EES sem brot á alþjóðlegum skuldbindum Íslands? Einar Karl er einhver mesti kafbátur og spenatottari Íslandssögunnar - og allt í boði Samfylkingarinnar.
Torfi Kristján Stefánsson, 5.7.2010 kl. 14:38
Tekk heilshugar undir alla þína gagnrýni á Samspillinguna. Viðbjóðslegt að horfa upp á þá siðblindu sem þeir standa fyrir t.d. tengt ferðamálum & ráðningum í þeim geira. Einar Karl er yfirspunameistari X-S og sá er nú búinn að græða á því að vera í því hlutverki..!
kv. Heilbrigð skynsemi - Jakob Þór - Markaðs- & ferðamálafræðingur
Jakob Þór Haraldsson, 5.7.2010 kl. 19:33
300.000.000 miljónir eru 300 triljarðar og 300.000.000 eru 300 millur ég skilekki alveg hvaða tölur þú ert að tala um
Fríða Eyland, 5.7.2010 kl. 21:56
einar þessi ætti að fá meðallaunaða vinnu við að hreinsa upp eftir áróður sinn fyrir kaupþingsmoldvörpuna "sigurð einars" sem hann vann við að upphefja fram að hruni.
Svo geta þeir össur vonandi komist til að láta taka af sér málin í jakkaföt einhverstaðar
á ferðalögunum sem við þurfum að kosta þá í til að þeir botni eitthvað í heiminum.
búin á því
guðrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 22:23
Svo hefur þetta engum árangri skilað.
Bókanir héldu, það var aðeins mai og fyrrihluti júní.....Það er MIKIÐ að gera á suðurlandi og bókanir langt fram í nóv!!!!! sem voru komnar inn fyrir gos og fyrir "átakið"
Hilla (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 22:28
Þakka þér fyrir að vekja athygli á þessu. Samfylkingin er litlu skárri en sjálfstæðisflokkurinn í bitlingamálum og spillingu.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.7.2010 kl. 22:37
Ég held að sjálfstæðisflokkurinn komist ekki með tærnar þar sem samfylkingin hefur hælana. Er þetta ekki bara toppurinn á ísjakanum..?
Bjarni (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 23:08
"Inspired by Iceland" er uppblásið af íslensku viðskiptasiðferði.
Allur ríkisreksturinn er gæluverkefni útvaldra. Nýja Ísland er síst betra en það gamla.
Þakka þér fyrir að benda á þetta.
Árni H. (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 23:16
Það er margt sem má laga hjá ríkisvaldinu þegar kemur að úthlutun stórra verkefni til sérútvaldra flokksmanna og fyrirtækja.
Miðlum af okkar reynslu til að vekja athygli á því sem það þarf að laga hjá ríkisvaldinu.
Takk fyrir athugasemdirnar. Baráttukveðjur. Sólveig Dagmar
Sólveig Dagmar Þórisdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 23:18
Takk fyrir að benda okkur á þetta, maður verður bara sorgmæddur.
Gunnar Skúli Ármannsson, 5.7.2010 kl. 23:27
ÉG lýsi eftir einhverjum í ferðabransanum sem telur að þessi herferð hafi skilað einhverju.
Auðvitað réttir samfó sínum eðalkrötum bitlingana.......shit.
Hörður Ingvaldsson (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 23:29
Af Einari Karli og stjórn Íslandsstofu:
http://www.pressan.is/Kaffistofan/Lesakaffistofu/enn-sama-skjaldborgin
Þórður Björn Sigurðsson, 6.7.2010 kl. 01:23
Takk fyrir þetta. Þú ert alveg sanfærandi ekki í mafíuni.
Andrés.si, 6.7.2010 kl. 01:48
Þetta eru óþolandi vinnubrögð, nákvæmlega sama hver á í hlut. Þetta átak og auglýsingin þótti hipp og kúl. Það er hinsvegar óskiljanlegur andskoti, og ekki ásættanlegt ef stjórnvöld geta ekki "practice what they preach". Maður gargar af óþoli og skömm á svona framkomu.
Enn einn 16 tommu nagl í líkkistu þeirra sem þannig vinna, og enginn von til að nokkur vilji grafa upp síðar, nema kannski þegar "siðblindu genið" verður greint og rannsakað.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 6.7.2010 kl. 04:18
Ég hefði borið meiri virðingu fyrir þér og þinni menntun ef þú hefðir bent á tilgangsleysio þessa átaks. En, nei þú vildir bara fá bita af kökunni!! How typical!! 'eg er ekki menntaður í ferðamannafræðum en heilbrigð skynsemi sagði mér að svona kynningarátak skilar engum skammtímaviðbrögðum. Ferðamenn afpöntuðu og afbókuðu vegna truflana á flugsamgöngum og engu öðru. Um leið og það komst í lag tók fólk upp fyrri vana. En ríkinu munar víst ekkert um 350 milljónir í miðri kreppunni. AGS borgar brúsann og tekur svo auðlindirnar upp í skuldina
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.7.2010 kl. 11:21
Fyrir hverjum berð þú virðingu Jóhannes Laxdal Baldvinsson?
Vissulega skila átök um landkynningu árangri ef þau eru rétt unnin. Einstaklingar sem vinna innan stjórnmálaflokka eru ágætir en eru þó ekki alltaf þeir bestu til verksins. Sérstaklega ekki í slíkt landkynningarátak, þar sem unnið er á vísindalegan hátt.
Grafískir hönnuður stóru auglýsingastofanna tveggja eru örugglega ekki einnig leiðsögumenn til fjölda ára. Þar skortir því á rétta innsýn hjá þeim við sjálfa hugmyndavinnuna, sem er sá grunnur sem þarf til að skila góðu landkynningarátaki sem miðar að þörfum ferðamannanna.
Starfsmaður sem unnið hefur í eldlínunni með neytendurna (ferðamennina) hlýtur því alltaf að skila betri árangri við gerð landkynningarátaks. Tala nú ekki um ef sá hinn sami gjörþekkir einnig hugmyndavinnu og grafíska hönnun.
Ef þú hefur á móti því að dýpri þekking skili sér meira inn í okkar landkynningar, þá myndi ég ekki vilja vinna fyrir þig. Gangi þér vel.
Sólveig Dagmar Þórisdóttir (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 22:39
Sólveig, takk fyrir að deila þessu með okkur.
Sigurður Þórðarson, 6.7.2010 kl. 23:08
Það var ekkert Sigurður.
Sólveig Dagmar Þórisdóttir (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 23:29
Landkynningunni virðist verða allt til ógæfu.
Hildur Helga Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 01:48
Flott hjá þér að vekja ath á þessu
Guðríður (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.