Laugardaginn 8. mars kl. 13:30 opnar ljósmynda- og gjörningasýningin För hersins í Bíósal Duushúsa Reykjanesbæ. Sýningin er opnuð í annað sinn og mun hún standa til 13. apríl. Hún var fyrst sett upp
í Þjóðarbókhlöðunni.
Sýndar verða ljósmyndir frá öryggis- og varnarsvæðinu á Miðnesheiði. Þá gefst gestum kostur á að tjá sig
með málningu á striga um veru og för hersins. Yfir 1000 manns hafa nú þegar tjáð sig.
Sýningin er liður í lokaverkefni í meistaranámi í Hagnýtri Menningarmiðlun við Hugvísindadeild Háskóla Íslands. Sýningin er sett upp í samvinnu við Byggðasafn Reykjanesbæjar.
Með kveðju,
Sólveig Dagmar Þórisdóttir
Menning og listir | 7.3.2008 | 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sýningin opnar formlega 12. janúar í Landsbókasafni - Háskólabókasafni - Þjóðarbókhlöðu og mun standa til 1. mars 2008. Síðar sama ár verður hún sett upp aftur í Byggðasafni Reykjaness.
Sýningunni er ætlað að setja af stað skrif einstaklinga um veru og för hersins hér á landi.
Skrif íslendinga á þessum tímamótum í varnarmálum þjóðarinnar verða því merkileg heimild og rannsóknarefni í framtíðinni.
Einnig er sýningunni ætlað að sýna nokkur þau svæði sem ekki hafa komið fyrir sjónir landsmanna fyrr.
Allir eru velkomnir.
Með bestu kveðju
Sólveig Dagmar Þórisdóttir
Menning og listir | 27.11.2007 | 20:38 (breytt kl. 20:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
VETUR KONUNGUR OG VARNARMÁL
Nú er komið haust og rigning úti í augnablikinu. Hvernig ætli veturinn verði?
Eitt er víst að sýning er framundan, þar sem settar verða fram hugleiðingar mínar um ákveðið málefni sem okkur er öllum hugfólgið, varnarmál Íslands.
Sýningin heitir "FÖR HERSINS". Hún verður í Landsbókasafni Háskólabókasafni - Þjóðarbókhlöðu, þann 12.janúar, 2008. Sýningin stendur til 1. mars, 2008. Undirbúningur er þegar hafinn.
Ekki vil ég setja fram frekari hugmyndir mínar hérna og hlakka til að ljúka þessu verkefni.
Vona ég að fólk verði almennt ánægt með sýninguna.
Með kveðju, Sólveig Dagmar
Vísindi og fræði | 15.9.2007 | 15:04 (breytt 21.9.2007 kl. 20:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Með bestu kveðju,
Sólveig Dagmar Þórisdóttir.
Menning og listir | 9.5.2007 | 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég vil benda ykkur á greinina "Ómar Ragnarsson og köllun hans til Íslands" sem er hér í fyrri færslu.
Þar leitast ég við að vekja fólk til umhugsunar um umhverfismál og set þjóðarsál okkar fram á
þann hátt að vel er vert að skoða þessa grein.
Erum við ekki öll samferða hér á landi og vilja að komandi kynslóðir njóti þeirra land-og náttúrugæða
sem við eigum enn í dag.
GLEÐILEGA PÁSKA,
Sólveig Dagmar þórisdóttir
Menning og listir | 8.4.2007 | 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Förgum ekki fögrum stað, Forðumst sögu Rómar. Græðum Ísland geymum það,Göngum fyrir Ómar[8] Niðurstöður.Skilaboð Ómars til kjósenda og valdhafa eru afar skýr; þjóðarsálin var slegin niður í sjöundu lotu, en málin skýrast betur við næstu alþingiskosningar. Draumalandið var stofnað með þessum hrópandi köllum! Þjóðarsálin var og er enn að springa, ef svo má að orði komast! Umræðan í þjóðfélaginu flaug og flýgur um með Ómari! Menningin flaug um og flýgur áfram um með Ómari og mörg tákn speglast í þessum morgunblaðsgreinum eins og ég hef hér leitast við að benda á. Þjóðin þjappast nú saman á þessari örlagastundu og aðdáunarvert er að sjá hversu einstaklingurinn Ómar Ragnarsson hefur áorkaðu og mun áorka áfram í framtíðinni. Það verður spenndandi að fylgjast með hverju fótspori sem hann markar í sögu og menningu okkar Íslendinga hér eftir og efast ég ekki um að margir fylgja honum eftir þó ekki sé nema bara í huganum. Þjóðarsál okkar hefur mótast af Ómari! Hann hefur meitlað nafn sitt í minnisvarðann fyrirfram. Við munum sannarlega reisa honum stórt minnismerki á hálendinu í framtíðinni. Með kveðju
Sólveig Dagmar Þórisdóttir
[1] Vico, Giambattista. 1968. The New Science of Giambattista Vico. Þýðandi: Thomas Goddard
Bergin og Max Harold Fisch. Ithaca, London: Conrell University Press.
[2] Íslands Þúsund Ár kynningarblað, Morgunblaðið 24. september 2006,
[3] Jón Karl Helgason, Ferðalok. Skýrsla handa akademíu (Reykjavík, 2003)
[4] http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1103385
[5] http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1103385
[6] http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1004853
[7] http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1105494
[8] http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1105523
Menning og listir | 1.4.2007 | 00:03 (breytt kl. 01:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nú vorar og heimildarmyndin er að verða tilbúin.
Ákveðið hefur verið að sýna myndina opinberlega
1. maí, við opnun Sjónlistamiðstöðvar að Korpúlfsstöðum.
ÞÚ SEM LEST ÞETTA ERT VELKOMINN Á OPNUNINA þann 1. maí nk.
Sjá nánar auglýst síðar.
Með bestu kveðju,
Sólveig Dagmar Þórisdóttir
Menning og listir | 30.3.2007 | 18:37 (breytt kl. 18:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Menningin á Korpúlfsstöðum er heillandi! Korpúlfsstaðir eru sem svarar 5500 fm2 að stærð og hýsa í framtíðnni um 30 listamenn og og 9 hönnuði, þegar SJÓNLISTAMIÐSTÖÐIN verður tekin til starfa um mitt ár 2007.
Snillingurinn sem byggði Korpúlfsstaði hann Thor Jensen, hefur greinilega vitað hvað hann var að gera þegar hann réðist í framkvæmdirnar við svo stórt hús. Stórhuga snillingur að margra áliti sem lét ekki stoppa sig við framkvæmdir sínar og drauma kominn á sextugs aldur. Hann var þó stoppaður með því að bönnuð var sala á ógerilsneiddri mjólk. Hin frægu mjólkurlög settu fyrirtæki Thors á hausinn. Af hverju þessi mjólkurlög voru sett á vekur sértakar tilfinningar við skoðun mína á húsinu í dag. Þú átt heiður skilið fyrir að reisa þetta hús Thor! Við þurfum fleiri stórhuga snillinga eins og þig!
Var séð inn í framtíðina um miðja síðustu öld, að í húsinu yrði starfrækt SJÓNLISTAMIÐSTÖð ? Það efa ég! Þessi stórhuga andi hefur þó fylgt húsinu lengi og gerir enn! Nýjar vonir hafa kveiknað, því Sjónlistamiðstöðin hefur sett af stað kraft og vonir margra íslenskra myndlistarmanna og hönnuða. Vonir hafa nú vaknað um að okkar þjóðfélagi verði skilað til baka framleiðlsuaukningu sem nemur um 10% meiri hagnaði í formi skatta. Þannig verða fyrirtækin stöndugri sem nýta sér fagmenntun hönnuða í framtíðinni. Slíkt þykir sannað samkvæmt rannsóknarniðurstöðum sem birtar hafa verið í háskóla einum í Danmörku. Þeir sönnuðu að betur hönnuð ímynd fyrirtækja skilar sér til baka þó hönnun kosti fyrirtækin upphæðir á frumstigum framleiðslunnar og einnig við viðhald á ímyndarsköpun þeirra. Það borgar sig sem sagt að hafa fagfólk í vinnu samkvæmt rannsókninni. Síðan má ekki gleyma því að myndlist, leirlist, textíll og önnur listsköpun eru einnig verðmæti sem til dæmis bankarnir nýta sér óspart til að styrkja ímynd sína. Það sem sagt borgar sig að fjárfesta í faglegri vinnu hönnuða og listamanna.
Þau gleðilegu tíðindi bárust grafískum hönnuðum vorið 2006 að búið væri að löggilda starfsheiti þeirra "grafískur hönnuður". Nú er loks hægt að leita til fagmanna með vissu um að fá faglega þjónustu. Auðvitað verður þó kaupandi þessarar faglegu þjónustu að kynna sér sjálfur hvort viðkomandi sé menntaður hönnuður. til dæmis með að hringja í FIT Félag grafískra teiknara. Einnig má vera í sambandi við Samtök hönnuða Form Ísland.
Að lokum; var þá Thor Jensen eftir allt fagmaður sem ekki var löggiltur mjólkurframleiðandi í þeim skilningi. Ef til vill hefði þá átt að löggildinda starfsheitið "Mjólkurfræðingur" á hans tíma til að lög eins og "Mjólkurlögin" nái ekki að slökkva þann kraft sem hefur fylgt Korpúlfsstöðum. Kannski getum við þó séð að eitthvað hefur áunnist með þessari nýju löggildingu. Leggjum kapp við að láta SJÓNLISTAMIÐSTÖÐINA Á KORPÚLFSSTÖÐUM ná nýsköpun á flug og frumleika fram með vinnubrögðum listamanna og hönnuða í framtíðinni. Slíkt hlýtur að vera hagur fyrir alla landsmenn.
Með kveðju,
Sólveig Dagmar Þórisdóttir
Menning og listir | 8.3.2007 | 20:40 (breytt 30.3.2007 kl. 18:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja nú er ein helgin liðin í viðbót og framundan er gerð heimildarmyndar um Korpúlfsstaði sem þarf að klára fyrir miðjan mánuðinn. Þarna munu starfa um 30 listamenn og 8 hönnuðir þegar allt er tilbúið. Enn er smíðavinna í gangi og verið að innrétta vinnustofur og leggja lokahönd á málningarvinnu, rafmagn og fleira.
Þegar gengið er um bygginguna í dag þá speglast fortíðin vel á móti manni. Veggjakrot fyrri tíma segja sögu. Stigar, gangar, gluggar og minjar spegla kraftinn sem þarna er í þessu sögufræga húsi. Kraftur lista og mennigar munu fylla vinnustofur og sali á komandi mánuðum og árum. Þessi tími breytinga er spennandi og langar mig að fanga það viðfangsefni í heimildarmyndinni.
Menning og listir | 4.3.2007 | 23:34 (breytt 9.3.2007 kl. 01:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á síðustu árum hefur orðið mikill uppgangur í listum og menningu á Íslandi. Fjölmargir listamenn og fræðimenn eru nú að harsla sér völl og styrkja sína stöðu. Nám við Háskóla Íslands, hagnýt menningarmiðlun er nýtt þverfaglegt nám sem háskólanemar, lista og fræðimenn ættu að lýta til sem spennadi kost eftir háskólanám. Miðlun menningar í framtíðinni er hverri þjóð mikilvæg. Hvað finnst þér um það?
Menning og listir | 21.2.2007 | 20:20 (breytt 22.2.2007 kl. 03:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 16741
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar