Mannréttindi | 8.4.2011 | 21:09 (breytt kl. 21:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mannréttindi | 10.3.2011 | 12:41 (breytt kl. 12:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Samgöngur | 9.3.2011 | 15:02 (breytt kl. 15:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Stjórnmál og samfélag | 4.3.2011 | 12:13 (breytt kl. 13:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ágætu kjósendur,
Ég hef verið spurð um hvort ég vilji aðskilja ríki og kirkju í stjórnarskránni. Já það vil ég. Reyndar er ég ein þeirra sem hef sagt mig úr Þjóðkirkjunni. Er í Kirkju Óháðasafnaðarins síðan biskup vor gat ekki tekið vel á hneyksli innan kirkjunnar varðandi Ólaf Skúlason.
Ég fagna því því innilega að kirkjuþing hafi samþykkt rannsóknarnefndina sem á að fjalla um viðbrögð og starfshætti Þjóðkirkjunnar vegna ásakana á hendur Ólafi Skúlasyni vegna kynferðisbrota. Nú skulum við bíða og sjá hver niðurstaðan verður úr þeirri rannsóknarnefnd.
Tel einnig að allir íslendingar eigi að fá að velja hvort börn þeirra eigi að læra Trúarbragðafræði sem má vissulega halda áfram að kenna í skólum landsins.
"Það eru til rangar spurningar! Þolinmæði er þörf fyrst, til að vinna réttar spurningar og síðan finna góða niðurstöðu til að sætta þjóðina - Við öndum í veiku lýðræði í dag. Mun skila mínu til aukins lýðræðis. Því getið þið treyst".
Hér má finna frekari áherslur mínar og upplýsingar:
http://www.kosning.is/stjornlagathing/frambjodendur/#index:S
http://www.kvennaslodir.is/frettatengt/kona-i-naermynd/nr/295/
Með kærri kveðju til þín og þinna,
Sólveig Dagmar Þórisdóttir - frambjóðandi til stjórnlagaþings númer 7462.
Kirkjuþing samþykkir nefndina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 14.11.2010 | 21:23 (breytt kl. 21:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Það eru til rangar spurningar! Þolinmæði er þörf fyrst, til að vinna réttar spurningar og síðan finna hugmyndir til að ná góðri niðurstöðu. - Við öndum í veiku lýðræði í dag. Mun skila mínu til aukins lýðræðis. Því getið þið treyst" - 7462
Með kærri kveðju og von um atkvæði þitt,
Sólveig Dagmar Þórisdóttir
Þverrandi traust áhyggjuefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | 13.11.2010 | 13:21 (breytt kl. 13:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ágæti kjósandi til stjórnlagaþings,
Þar sem okkur öllum sem búum á Íslandi er annt um þjóðríkið okkar þá vil ég koma því á framfæri að ég tel mig geta unnið að miklum heiðarleika, miklu trausti og miklum heilindum að þeim atriðum sem Þjóðfundurinn setur fram.
Það að treysta frambjóðanda þínum er mikilvægt. Þess vegna vil ég ekki setja fram kosningaloforð fyrir kosningar, heldur eingöngu benda á að ég mun rannsaka hverja þá setningu og þá hugmynd sem mun koma upp á stjórnlagaþinginu og vinna fyrir alla þjóðina ef ég fæ kosningu.
Það að vinna að heilindum skiptir öllum máli. Það að geta treyst sínum frambjóðanda skiptir öllu máli. Ég tel mig get unnið þannig fyrir þig að góðri stjórnarskrá.
Mitt númer í kosningu er 7462.
Með kærri kveðju til þín og þinna.
Sólveig Dagmar Þórisdóttir
http://www.dv.is/stjornlagathing/solveig-dagmar-thorisdottir/konnun
Stjórnmál og samfélag | 8.11.2010 | 22:16 (breytt 9.11.2010 kl. 22:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ágæti kjósandi til stjórnlagaþings,
Þar sem okkur öllum sem búum á Íslandi er annt um þjóðríkið okkar þá vil ég koma því á framfæri að ég tel mig geta unnið að miklum heiðarleika, miklu trausti og miklum heilindum að þeim atriðum sem Þjóðfundurinn setur fram.
Það að treysta frambjóðanda þínum er mikilvægt. Þess vegna vil ég ekki setja fram kosningaloforð fyrir kosningar, heldur eingöngu benda á að ég mun rannsaka hverja þá setningu og þá hugmynd sem mun koma upp á stjórnlagaþinginu og vinna fyrir alla þjóðina ef ég fæ kosningu.
Það að vinna að heilindum skiptir öllum máli. Það að geta treyst sínum frambjóðanda skiptir öllu máli. Ég tel mig get unnið þannig fyrir þig að góðri stjórnarskrá.
Mitt númer í kosningu er 7462.
Með kærri kveðju til þín og þinna.
Sólveig Dagmar Þórisdóttir http://www.kosning.is/stjornlagathing/frambjodendur/#index:S
M
Stjórnarskrá fyrir fólkið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 7.11.2010 | 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Menningarþjóðfélag hrynur ef sköpunarkraftur einstaklinga er ekki virkjaður nóg. Það segir sagan okkur að minnsta kosti. Því til rökstuðning set ég hér inn merkilega rannsókn á þróun menningarheima. Höfundur er:
Arnold Joseph Toynbee
fæddur 14. apríl 1889 látinn 22. október 1975 var fæddur í Bretlandi. Hann ritaði út frá sinni þekkingu og sínu umhverfi fjölmargar bækur um sögu og menningu heimsins.
Hann varð sem dæmi framkvæmdastjóri Royal Institute of International Affairs ((1924-1956). Hann starfaði mikið við sagnfræðirannsóknir.
Þróun menningar:Toynbee skoðar sköpun og upphaf siðmenningarinnar. Þar rýnir hann í náttúruna og tilurð menningarheima. Einnig áhrif umhverfisins og kynþátta á menningu. Þannig býr hann jarðveginn undir það sem á eftir kemur með módelum þjóðmenninga eins og Hellena og Kínverja í nútíma og þátíð.
Nær yfir sviðið og skoðar fæðingu menningar út frá kynþáttunum og umhverfinu. Skoðar einnig lífskraftinn og viðbrögðin í hverjum menningarheimi. Hann býr þannig til dæmi sem hann færir fram í dagsljósið og vinnur áfram með.
þróun siðmenningar festir rætur í ákveðnum menningarheimum. Segir menningu ekki alltaf festa rætur. Þróunin verður sterkari í gegnum t.d. völd og konunga eins og hjá Egyptum. Einnig minni hópa sem eru skapandi og í andlegri tengingu við umhverfi sitt.
Toynbee skoðar af hverju sumir menningarheimar þróast áfram og aðrir missa undirstöðurnar og hverfa. Þannig getur stjórn horfið yfir til einstaklinga sem eru latir og sjálfsumglaðir. Einstaklingarnir nýta ekki sköpunarkraftinn sinn og andlega visku og leiða þannig samfélagið og menningu þess í þrot.
Sum menningarsamfélög sameinast og ná meiri fótfestu. Ríki verður til og ákveðnar reglur gilda milli menningarsvæða. Þannig verður menning til á stærra svæði. Trú á árangur er krafturinn sem drífur þessi menningarsvæði saman. Siðmenning þróast áfram. Stefna þeirra er að ná meiri völdum og helst yfir öllum heiminum. Dæmi: veldi Rómarríkis sem náði dreifingu víða t.d. allt til Englands.
Hver menningarheimur þróast og þjóðmenning og ríki verða til á ákveðnu svæði. Trú festist í sessi og menningin þróast áfram út frá mörgum þáttum, m.a. náttúrunni . Þannig þróast menningarheimar saman í náttúrunni. Lýðurinn sættist á þjóðríkið og siðmenninguna á ákveðnu svæði. Þannig verða jafnvel til stærra menningarsvæði.
Trúarbrögð þjóðríkja næra menninguna. Siðmenningin slípast til og einstaklingarnir átta sig á siðareglum. Sköpunarkrafturinn blómstrar og birtist t.d. í kirkjum þjóðarinnar. Einstaklingurinn sér sig í umheiminum og sem þátttakanda í sögunni sem knýr hann síðan til sköpunar t.d. listaverka. Þannig hafa altaristöflur öðlast gildi og verið unnar af skapandi einstaklingum. Þannig hefur trúin mótað menningarheima. Trú getur verið mismunandi og þannig verða listaverk mismunandi.
Siðmenning er mótuð og jafnvel syrgð af hópum. Þannig verða til aðrir hópar sem berjast. Jafnvel þannig að þeir verða virtir fyrir gerðir sínar, hetjur. Enginn nýr kafli opnast þó í þróun nýrrar siðmenningar, heldur fellur hópurinn saman aftur og nær jafnvel að snúa hnignun menningarheims yfir í hærri hæðir siðmenningar.
Mannréttindi | 3.11.2010 | 23:14 (breytt kl. 23:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimildamyndin "Saga af stríði og stolnum gersemum", e. Hjálmtý Heiðdal var sýnd á RÚV í kvöld 31. október 2010. Málið um steindu gluggana frá Coventry hef ég þekkt í um fimmtán ár. Sem leiðsögumaður hef ég komið með fjöldann allan af ferðamönnum um Akureyri og sagt m.a. frá steinda glugganum frá Coventry í Englandi. Einnig fleiri gluggum frá Coventry sem eru til í Reykjavík. Sagt frá því hvernig þeir bárust hingað til landsins vegna stríðs og óhamingju í Seinni - heimstyrjöldinni í Englandi. Margt fór í gegnum hugann þegar heimildarmyndinni lauk í kvöld.
Ákvað ég því að setja fram nokkrar spurningar og biðja um svör frá sem flestum:
1. Heimildarmyndin er sannarlega unnin af Akureyringi sem er eðlilega litaður af sínum uppruna og staðhæfir mikið um ágæti Akureyrar og ráðamenn þar. Hvernig yrði efnisumfjöllun ef Breti myndi vinna slíka heimildarmynd um sömu steindu glugga? Hvernig myndi efnisumfjöllun vera ef einstaklingur sem ekki er alinn upp á Akureyri og byggi ekki þar myndi gera heimildarmynd um sama efni?
2. Myndum við skila gluggunum ef þeir hefðu verið í danskri kirkju, segjum í Kaupmannahöfn á stríðsárunum - gluggarnir numdir þaðan á brott og settir í ólöglega sölu og seldir úr landi til Íslands. Settir síðan upp m.a. í Akureyrarkirkju og það af tilviljun einni. Síðan fundnir hér heima og engin bæði um þá í Danmörku?
3. Af hverju skiluðu Danir okkur handritunum? Af hverju skilum við ekki Bretum steindum gluggum sínum fyrst Danir skiluðu handritunum? Hver er munurinn á þessum tveimur eignarréttarmálum?
4. Af hverju söng kór við gluggana í Akureyrarkirkju þegar gestirnir frá Coventry komu inn í kirkjuna? Var kórinn tákn um varnarskjöld um steindu gluggana sem eru stolnir eða var kórinn tákn um upphafningu á eignarhaldi Akureyringa á steindum gluggum sem eru lagalega í eigu Breta skv. því sem Sigurður Líndal lagaprófessor nefndi í myndinni? Eða var kórinn kór Guðs, tákn um guðsblessun eins og höfundur heimildarmyndarinnar vildi gefa í skyn?
5. Getur verið að heimildarmyndin sé unnin núna vegna þess að Bretar eiga í deilum við okkur vegna Icesave sem vissulega veikir vináttu þjóðanna?
6. Alþjóðleg lög um þjóðargersemar og eignarrétt á þeim eru ekki reifuð og rökrædd á nokkurn hátt í heimildarmyndinni. Unesco vinnur eftir slíkum lögum. Er unnið eftir alþjóðlegum lögum þegar metið er hvort skila eigi steindu gluggunum frá Coventry til Englands? Telur þú að Ísland mundi þurfa að leysa þetta mál eftir alþjóðlegum lögum til enda? Er eðlilegt að örfáum kirkjunnar mönnum sé falið vald til að merkja eignarrétt á þjóðargersemum með guðsblessun?
Þætti vænt um að fá skýr og rökstudd svör við spurningum mínum.
Með kærri kveðju til ykkar allra.
Sólveig Dagmar Þórisdóttir, MA. hagnýtur menningarmiðlari
Menning og listir | 1.11.2010 | 01:38 (breytt kl. 02:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar