Jæja best að setjast aftur við og skoða hvað vert er að blogga um árið 2015. Hef tekið nokkuð hlé á þeim skrifum í nokkur ár. Já tíminn flýgur áfram. Hef loks ákveðið að doka við á lífsleiðinni og líta yfir farin veg. Það er mjög þarft enda hraðinn verið mikill við vinnu við ökuleiðsögn hjá Grey line Iceland. Nú er þeim kafla lokið.
Hlakka til að blogga.
Dægurmál | 10.3.2015 | 00:40 (breytt kl. 00:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Yfir hverju gleðst fólk? Það sem ég finn er að margir kvarta yfir ótrúlegustu hlutum og finna ekki ró. Af hverju.... nú á okkar dögum er ekki undan mörgu að kvarta þegar fortíðin er skoðuð þar sem forfeður okkar þurftu að berjast fyrir að hafa nóg að borða hvern vetur, eldgos og plágur geysuðu og sjórinn tók reglulega til sín þá sem unnu þar við róðra.....
Hér á Íslandi getur fólk tjáð sig um lífið án þess að eiga á hættu að fara í fangelsi.
Hér getur fólk ávallt haft mat á borðum og sveltur ekki.
Hér hefur fólk ávallt húsaskól.
Hér getur fólk jafnvel leitað hjálpar við að fá aðra til að greiða niður lán sín..... :-(
Hér er einnig trúfrelsi og börnum okkar er kennt að meta öll trúfélög í skólum þó flest velji þau að fermast og staðfesta kristina trú.
Undan hverju er almennt fólk að kvarta og hvað fær fólk til að vera sífellt neikvætt undan nánast engu.
Gleðjumst yfir því sem við eigum og með ástvinum okkar og finnum hamingju í litlu hlutunum.
Við breytum hvort er eð ekki öðrum en aðeins okkur sjálfum:-)
Og einn daginn gleymumst við einnig eins og ættfeður okkar.
Já brostu og njóttu lífsins í dag:-)))
Vinir og fjölskylda | 7.8.2013 | 23:57 (breytt 8.8.2013 kl. 00:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er enn eitt sumarið liðið og haust komið. Eru það ekki litbrigði lífsins sem birtist í haustinu???... laufin gul, rauð, græn og fjólublá
- Vorið: fæðingin og undirbúningurinn
- Sumarið: framhald undirbúnings og blómgun sem fæðir nýtt af sér fræ haustsins.
- Haustið: lífsreynsla og blómgun lokið.
- Veturinn: leggur í dvala allt já allt sem tekur loks að vakna að vori. Hringrásinni er lokað eins og fæðing og dauði. Já lifið er þráður eins og náttúran, hárfínn þráður. Því skaltu njóta nú hamingju og gleði vetrarins.
Heimspeki | 29.9.2012 | 14:39 (breytt kl. 14:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Björn Valur minn. Hvað lærðir þú um vald forsetans í skóla og starfi? Lestu Íslensku stjórnarskránna fyrst áður en þú fyllyrði um hvaða vald forseti vor hefur.
Ólafur Ragnar er í fullu leyfi til senda þeim ráðherrum bréf sem ekki eru að standa sig í starfi m.a. forsætisraðherranum Jóhönnu Sigurðardóttur. Og ávallt sérstaklega þeim sem svívirða með röngum og vanhugsuðum yfirlýsingum forsetann.
Forsetinn friðarspillir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 19.10.2011 | 08:29 (breytt kl. 11:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Vegna mögulegra kaupa kínverska kaupsýslumannsins Huang Nubo á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum:
Er Huang endilega að fara að byggja hótelið? Er ekki málið að Kínverjar eiga ekki næga raforku fyrir land sitt þegar í dag og falast eftir nýjum tækifærum til raforkuframleiðslu? Af hverju ætti Huang endilega að vilja nýta Grímsstaði á Fjöllum okkur í hag? Held að margir íslendingar séu komnir mjög stutt í þeirri hugsun um hvað í raun þessi kaup Huang gætu borið með sér! Af hverju ætti Huang ekki frekar að byggja risaframleiðslufyrirtæki sem nýtir raforku úr landi hans? Af hverju ætti Huang þá ekki einnig að flytja inn erlent ódýrt vinnuafl frá Kína sem við getum ekki keppt við? Af hverju ætti Huang ekki að ráðast að rót ferðþjónustunnar og undirbjóða til að eyða samkeppni?
Ef einhver hefur komment á þessar vangaveltur mínar þá er velkomið að svara.
Vísa hér einnig í áhugaverða grein um baráttuna um náttúruauðævin:
http://english.aljazeera.net/indepth/features/2011/05/201151713273937174.html#.TmQWNUxKcSE.facebook
Sakar Ólaf Ragnar um smjörklípu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | 5.9.2011 | 21:30 (breytt kl. 21:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sólveig Dagmar Þórisdóttir listamaður og hönnuður hefur opnað tákræna
málverkasýningu um eldfjöll undir nafninu Eyjafjallajökull í dýrð sinni.
Sýningin er í Samgöngusafninu að Skógum undir Eyjafjöllum.
Sýningin er staðsett í Samgöngusafninu aftan við Skógarsafn árið 2012.
Allir velkomnir.
Menning og listir | 7.6.2011 | 11:19 (breytt 21.3.2012 kl. 15:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Trúmál og siðferði | 25.4.2011 | 15:01 (breytt kl. 15:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svar mitt við grein Sigurðar Gylfa Magnússonar á kistan.is: (sjá viðhengi hér á eftir).
Svar: Nú á tímum ólgu í allri umræðu þjóðfélagsins sem er afleiðing kreppu, er einmitt tími til að ná fram hugmyndavinnu og þarfri rökræðu í laganámi. Einnig tími til að hugleiða hvernig tengja má t.d. hugvísindi við lögfræði til að ná betri lögum fram í þjóðríkinu. En hvernig eru það hægt? Mér finnst gildi laga allt of tengd við órjúfanleg bönd kennsluaðferðarinnar í lagadeildinni sjálfri. Ef til vill ætti að byrja á kennurunum þar því þeir miðla með einræðu til nemenda sinna sem hvetur ekki til skapandi hugmynda og rökræðu um lög nema að takmörkuðu leiti. Ef til vill ætti einnig að skoða skipulag yfirvalda við inntöku nemenda í lagadeildina.
Það þarf að slíta upp órjúfanlegu böndin sem þú lýsir svo vel í grein þinni Sigurður Gylfi. Forseti vor hefur nú hafið þá vegferð með neitun Icesave-laganna sem varð til að þjóðin felldi þau. Þannig hefur orðið til farvegur fyrir nemendur lagadeildar til sköpunar og til hagnýtrar orðræðu um lög í landinu og hvernig má endurbæta þau. Forsetinn býður laganemum nú upp á þá rökræðu.
Laganemar ættu því að hefja óhefta rökræðu um þau mistök sem gerð voru við lagasetningu í þjóðríkinu allt til dagsins í dag. Setja t.d. upp hugmyndavinnuhóp með úrvali laganema, stjórnmálamönnum og kennurum lagadeildar ásamt kennurum hugvísindadeildar. Þannig gætu hópurin unnið saman að hugmyndum og aðgerðaráætlun um efnið: "Nútíma Lögfræði og endurbætur á henni". Þannig myndu núverandi stjórnmálamenn ef til vill sjá nýjar og betri leiðir sem þeir nýta síðan til lagfæringar á núgildandi lögum í Þjóðríkinu. Þannig yrði til sköpun frá ungu fólki sem yrði til umbóta og ef til vill til breytinga á kennsluaðferðum kennara lagadeildarinnar. Við þurfum að láta af því að kennarar kunni allt best og geti allt best. Heildin er aflið þar með talið laganemar og hugvísindanemar.
Niðurstaðan er því sú að laganemar eiga ekki að þurfa að vera hræddir við að falla ef þau rökræða og tjá sig í tímum um hugmyndir sínar til umbóta í þjóðríkinu. Við þurfum góðar hugmyndir núna sem þau nýta við endurbætur á lögum þegar þau hefja störf sem lögmenn.
Það er einnig mjög áhugavert að forseti vor Ólafur Ragnar Grímsson skuldi ganga svona greitt til verks við neitun á lögum um Icesave-samninga. Þannig slítur hann upp nokkrar rætur íhaldsins með neitunarvaldi sínu. Ólafur Ragnar kenndi stjórnmálafræði við Háskóla Íslands um árabil og þekkir því til þaula takmörk sín sem forseti. Sem betur fer fyrir heildina.
Auðvitað eru Sjálfstæðismenn óánægðir núna og vilja ná völdum sem fyrst til að halda í auðævi sín. Flestir íslendingar vilja jákvæðar breytingar til batnaðar og vilja ekki hleypa Sjálfstæðisflokknum aftur að kjötkötlunum. Sjálfstæðisflokknum þarf hreinlega að halda frá því þeir hafa orðið til of mikils skaða fyrir þjóðina. Niðurstaða: "Allir þegnar ríkis eiga að blómstra í þjóðríkinu en ekki flokkar".
Ég las um sex mánaða skeið lögfræði við Háskóla Íslands fyrir fimmtán árum. þekki því vel hve hræddir nemar eru við að tjá sig þar í kennslustundum af hræðslu við fall í áfanganum eða jafnvel öllu skólaárinu. Engin rökræða var viðhöfð í tímum og allir nemendur þögðu og hlustuðu. Í ofanálag voru þau í samkeppni við hvort annað um að komast áfram upp á annað ár. Laganemar lánuðu helst ekki glósur. Hræðslan við fall og óvinsældir hjá kennaranum kæfði því allan sköpunarkraft og rökræður. Einræða kennara þar hefur því ekki orðið til nema takmarkaðrar uppbyggingar og jafnvel til hnignunar því nemar hafa ekki fengið að hafa áhrif á lögfræðina. Vona að jákvæð rökræða og hugmyndavinna fari því á fullt núna um bætt lagaumhverfi og endurbætur á ósanngjörnum lögum fyrir þegna ríkisins. Einnig skoðun á vali dómara og endurskoðun á þeim dómurum sem fyrir eru og hafa sérstaklega verið ráðnir af flokkum en ekki eftir faglegum ráðum og hæfileikum sínum. Það er aldrei of seint að hefjast handa við endurbætur á lögum og lagaumhverfi þjóðríkisins Íslands.
Takk fyrir góða grein Sigurður Gylfi Magnússon.
Sjá grein Sigurðar Gylfa Magnússonar á kistan.is:
http://kistan.is/default.asp?sid_id=25401&fre_Id=115504&tid=2&meira=1&Tre_Rod=005|&qsr
Hættir sem forseti borgarstjórnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 20.4.2011 | 13:11 (breytt kl. 13:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svar mitt við grein Sigurðar Gylfa Magnússonar á kistan.is: (sjá viðhengi hér á eftir).
Svar: Nú á tímum ólgu í allri umræðu þjóðfélagsins sem er afleiðing kreppu, er einmitt tími til að ná fram hugmyndavinnu og þarfri rökræðu í laganámi. Einnig tími til að hugleiða hvernig tengja má t.d. hugvísindi við lögfræði til að ná betri lögum fram í þjóðríkinu. En hvernig eru það hægt? Mér finnst gildi laga allt of tengd við órjúfanleg bönd kennsluaðferðarinnar í lagadeildinni sjálfri. Ef til vill ætti að byrja á kennurunum þar því þeir miðla með einræðu til nemenda sinna sem hvetur ekki til skapandi hugmynda og rökræðu um lög nema að takmörkuðu leiti. Ef til vill ætti einnig að skoða skipulag yfirvalda við inntöku nemenda í lagadeildina.
Það þarf að slíta upp órjúfanlegu böndin sem þú lýsir svo vel í grein þinni Sigurður Gylfi. Forseti vor hefur nú hafið þá vegferð með neitun Icesave-laganna sem varð til að þjóðin felldi þau. Þannig hefur orðið til farvegur fyrir nemendur lagadeildar til sköpunar og til hagnýtrar orðræðu um lög í landinu og hvernig má endurbæta þau. Forsetinn býður laganemum nú upp á þá rökræðu.
Laganemar ættu því að hefja óhefta rökræðu um þau mistök sem gerð voru við lagasetningu í þjóðríkinu allt til dagsins í dag. Setja t.d. upp hugmyndavinnuhóp með úrvali laganema, stjórnmálamönnum og kennurum lagadeildar ásamt kennurum hugvísindadeildar. Þannig gætu hópurin unnið saman að hugmyndum og aðgerðaráætlun um efnið: "Nútíma Lögfræði og endurbætur á henni". Þannig myndu núverandi stjórnmálamenn ef til vill sjá nýjar og betri leiðir sem þeir nýta síðan til lagfæringar á núgildandi lögum í Þjóðríkinu. Þannig yrði til sköpun frá ungu fólki sem yrði til umbóta og ef til vill til breytinga á kennsluaðferðum kennara lagadeildarinnar. Við þurfum að láta af því að kennarar kunni allt best og geti allt best. Heildin er aflið þar með talið laganemar og hugvísindanemar.
Niðurstaðan er því sú að laganemar eiga ekki að þurfa að vera hræddir við að falla ef þau rökræða og tjá sig í tímum um hugmyndir sínar til umbóta í þjóðríkinu. Við þurfum góðar hugmyndir núna sem þau nýta við endurbætur á lögum þegar þau hefja störf sem lögmenn.
Það er einnig mjög áhugavert að forseti vor Ólafur Ragnar Grímsson skuldi ganga svona greitt til verks við neitun á lögum um Icesave-samninga. Þannig slítur hann upp nokkrar rætur íhaldsins með neitunarvaldi sínu. Ólafur Ragnar kenndi stjórnmálafræði við Háskóla Íslands um árabil og þekkir því til þaula takmörk sín sem forseti. Sem betur fer fyrir heildina.
Auðvitað eru Sjálfstæðismenn óánægðir núna og vilja ná völdum sem fyrst til að halda í auðævi sín. Flestir íslendingar vilja jákvæðar breytingar til batnaðar og vilja ekki hleypa Sjálfstæðisflokknum aftur að kjötkötlunum. Sjálfstæðisflokknum þarf hreinlega að halda frá því þeir hafa orðið til of mikils skaða fyrir þjóðina. Niðurstaða: "Allir þegnar ríkis eiga að blómstra í þjóðríkinu en ekki flokkar".
Ég las um sex mánaða skeið til lögfræði í Háskóla Íslands fyrir fimmtán árum. þekki því vel hve hræddir nemar eru við að tjá sig þar í kennslustundum af hræðslu við fall í áfanganum eða jafnvel öllu skólaárinu. Engin rökræða var viðhöfð í tímum og allir nemendur þögðu og hlustuðu. Í ofanálag voru þau í samkeppni við hvort annað um að komast áfram upp á annað ár. Laganemar lánuðu helst ekki glósur. Hræðslan við fall og óvinsældir hjá kennaranum kæfði því allan sköpunarkraft og rökræður. Einræða kennara þar hefur því ekki orðið til nema takmarkaðrar uppbyggingar og jafnvel til hnignunar því nemar hafa ekki fengið að hafa áhrif á lögfræðina. Vona að jákvæð rökræða og hugmyndavinna fari því á fullt núna um bætt lagaumhverfi og endurbætur á ósanngjörnum lögum fyrir þegna ríkisins. Einnig skoðun á vali dómara og endurskoðun á þeim dómurum sem fyrir eru og hafa sérstaklega verið ráðnir af flokkum en ekki eftir faglegum ráðum og hæfileikum sínum. Það er aldrei of seint að hefjast handa við endurbætur á lögum og lagaumhverfi þjóðríkisins Íslands.
Takk fyrir góða grein Sigurður Gylfi Magnússon.
Sjá grein Sigurðar Gylfa Magnússonar á kistan.is:
http://kistan.is/default.asp?sid_id=25401&fre_Id=115504&tid=2&meira=1&Tre_Rod=005|&qsr
Undrandi á forseta Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 19.4.2011 | 18:10 (breytt 20.4.2011 kl. 12:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Ekki spurning að Kína þarf á Íslandi að halda vegna náttúruauðlinda okkar þegar í ár. Áhugaverðar viðræður eru nú á CCTV sjónvarpstöðinni (kl. 01.40 19. apríl 2011) um efnahagshorfur þar og yfirvofandi skort á raforku árið 2011. Þarfir þeirra aukast því eftir orkuauðlinum okkar. Ath. Nú þegar í sumar verða þeir í vandræðum vegna skorts á raforku sinni - verum því varkár við að hleypa þeim að okkar.
Auðlindirnar eru mjög mikilvægar íslendingum sjálfum. Þar liggur auðurinn eins og í menntun og íslendingum sjálfum. Þjóðarsálina þarf að stilla núna til að allir nái áttum út úr kreppunni og haldi áfram við uppbyggingu, verndum og nýtingu orkuauðlindanna". - SDÞ
Meirihlutinn staldri við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 19.4.2011 | 01:49 (breytt kl. 14:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar