Það þarf að halda vel á spilunum og nýta auðlindir landsins þannig að hagur þjóðarinnar verði ávallt hafður í fyrirrúmi. Það má heldur ekki ganga of geyst á auðlindirnar. Best væri að láta staðar numið og horfa í aðrar áttir varðandi atvinnusköpun. Dæmi:
1. Stórauka t.d. græna ferðaþjónustu og einnig sögu- menningar- og menntatengda ferðaþjónustu. Þekkingin liggur víða í þeim efnum og hefur ekki verið virkjuð nóg. Það þarf að vinna saman að útflutningi á slíkri þjónustu á svæðum víða um land. Það má setja saman hópa sem vinna að nýtingu og virkjun sköpunarkraftsins. Einnig einstaklinga sem vinna að útflutningnum og markaðssetningunni. Fjöldi fólks býður eftir slíkum tækifærum.
2. Flytja út íslenskt drykkjarvatn í mun meira mæli. Slík nýting mengar ekki . Gríðarleg auðævi liggja í ómenguðu vatni hér á landi! Áframhaldandi virkjun fallvatna og hvera mengar.
3. Nýta sjávarafla af þjóðinni sjálfri en ekki fáum útvöldum. Fullvinna einnig sjávarafurðir til útflutning hér á Íslandi.
4. Setja upp SKÖPUNARMIÐSTÖÐVAR víða um land þar sem menntun og sköpunarkraftur einstaklinganna er virkjaður og unnið saman að markaðssetningu og öflun verkefna. Þannig verða til fjölmörg störf í viðbót.
Menningarþjóðfélag hrynur ef sköpunarkraftur einstaklinga er ekki virkjaður nóg. Það segir sagan okkur að minnsta kosti. Því til rökstuðning set ég hér inn merkilega rannsókn á þróun menningarheima. Höfundur er:
Arnold Joseph Toynbee
fæddur 14. apríl 1889 látinn 22. október 1975 var fæddur í Bretlandi. Hann ritaði út frá sinni þekkingu og sínu umhverfi fjölmargar bækur um sögu og menningu heimsins.
Hann varð sem dæmi framkvæmdastjóri Royal Institute of International Affairs ((1924-1956). Hann starfaði mikið við sagnfræðirannsóknir.
Þróun menningar:Toynbee skoðar sköpun og upphaf siðmenningarinnar. Þar rýnir hann í náttúruna og tilurð menningarheima. Einnig áhrif umhverfisins og kynþátta á menningu. Þannig býr hann jarðveginn undir það sem á eftir kemur með módelum þjóðmenninga eins og Hellena og Kínverja í nútíma og þátíð.
Nær yfir sviðið og skoðar fæðingu menningar út frá kynþáttunum og umhverfinu. Skoðar einnig lífskraftinn og viðbrögðin í hverjum menningarheimi. Hann býr þannig til dæmi sem hann færir fram í dagsljósið og vinnur áfram með.
þróun siðmenningar festir rætur í ákveðnum menningarheimum. Segir menningu ekki alltaf festa rætur. Þróunin verður sterkari í gegnum t.d. völd og konunga eins og hjá Egyptum. Einnig minni hópa sem eru skapandi og í andlegri tengingu við umhverfi sitt.
Toynbee skoðar af hverju sumir menningarheimar þróast áfram og aðrir missa undirstöðurnar og hverfa. Þannig getur stjórn horfið yfir til einstaklinga sem eru latir og sjálfsumglaðir. Einstaklingarnir nýta ekki sköpunarkraftinn sinn og andlega visku og leiða þannig samfélagið og menningu þess í þrot.
Sum menningarsamfélög sameinast og ná meiri fótfestu. Ríki verður til og ákveðnar reglur gilda milli menningarsvæða. Þannig verður menning til á stærra svæði. Trú á árangur er krafturinn sem drífur þessi menningarsvæði saman. Siðmenning þróast áfram. Stefna þeirra er að ná meiri völdum og helst yfir öllum heiminum. Dæmi: veldi Rómarríkis sem náði dreyfingu víða t.d. allt til Englands.
Hver menningarheimur þróast og þjóðmenning og ríki verða til á ákveðnu svæði. Trú festist í sessi og menningin þróast áfram út frá mörgum þáttum, m.a. náttúrunni . Þannig þróast menningarheimar saman í náttúrunni. Lýðurinn sættist á þjóðríkið og siðmenninguna á ákveðnu svæði. Þannig verða jafnvel til stærra menningarsvæði.
Trúarbrögð þjóðríkja næra menninguna. Siðmenningin slípast til og einstaklingarnir átta sig á siðareglum. Sköpunarkrafturinn blómstrar og birtist t.d. í kirkjum þjóðarinnar. Einstaklingurinn sér sig í umheiminum og sem þátttakanda í sögunni sem knýr hann síðan til sköpunar t.d. listaverka. Þannig hafa altaristöflur öðlast gildi og verið unnar af skapandi einstaklingum. Þannig hefur trúin mótað menningarheima. Trú getur verið mismunandi og þannig verða listaverk mismunandi.
Siðmenning er mótuð og jafnvel syrgð af hópum. Þannig verða til aðrir hópar sem berjast. Jafnvel þannig að þeir verða virtir fyrir gerðir sínar, hetjur. Enginn nýr kafli opnast þó í þróun nýrrar siðmenningar, heldur fellur hópurinn saman aftur og nær jafnvel að snúa hnignun menningarheims yfir í hærri hæðir siðmenningar. LOK
Margir bíða eftir ákvarðanatökum ríkisvaldsins í dag og geta sig hvergi hreyft vegna seinagangs stjórnvalda við að leysa Icesave-deiluna. Slík bið getur verið afdrifarík! Sköpunarmáttur og menntun þjóðar er mikilvægari en endalaus ágangur á nýtingu fallvatna og hvera til raforkuframleiðslu!
Telja ákvörðun Svandísar ólögmæta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 11.10.2009 | 14:01 (breytt kl. 14:05) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sólveig, hver segir að þó að Helguvík fái að klára sig sé ekki hægt að fara í ofangreint? Þarna er yfirvofandi milljarðatugatjón bæði hjá orkufyrirtækjum, bæjarfélögum og fjármagnseigendum og hvaða skilaboð sendum við þegar komið er starfsleyfi og svo settar beinar hindranir þvert á alla samninga bæði í ríkisstjórnarsamstarfssamningnum, við fjárfesta, atvinnurekendur, iðnaðinn, verkalýðsfélögin o.s.fmv. Þá hlustaði ég á Svandísi í dag segja beinum orðum að suðurnesjabúar þar sem atvinnuleysi er að ná 20% séu bara frekjur! Hverskonar málflutningur er þetta? Þetta kalla ég sjálfumgleði af verstu sort. Fórnar hagsmunum þúsunda manna fyrir hugsjón um Hálsaskóg.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 11.10.2009 kl. 14:20
Er þú skrifar þessa grein hér þá situr þú væntanlega í góðum stól, við vandað borð og í góðu vel útbúnu húsnæði sem veitir þér skjól og yl sem og öryggi og vellíðan. Tölvan sem þú pikkar á er væntanlega nýleg og veitir þér tengingu við umheiminn sem og hjálp við þín störf sem og áhugamál.
Hvað heldur þú að í raun veit þér sem manneskju þennan munað? Munað sem eingöngu, að talið er, um 7% jarðabúa lifir við.
Þetta sem þú telur upp eins og t.d. einhverjar hugmyndastöðvar og fl. er fallegt á blaði og mikill draumur sem gæti auðveldlega heillað þann er ekki hugsar um heildarmyndina eða út fyrir þann þægindakassa sem hann eða hún býr við. En því miður, eins og draumurinn er fallegur, þá er sú blákalda staðreynd sú að ef við færum eftir því sem hér er skrifað þá þurfum við að láta algjörlega af kröfum okkar til að lifa við allan þann munað og þægindi sem við gerum nú.
En það er nú einmitt það sem vantar í ævintýragrein þína eða að við þurfum að breyta lífi okkar og kröfum og fara tugi ára aftur í tímann og sætta okkur við að lifa við bág skilyrði. En þannig mundi þá þessi jöfnuður nást sem þið segist þrá svo mikið eða að allir yrðu saman fátækir.
Halla Rut , 11.10.2009 kl. 14:47
Ágæta Adda Þorbjörg:
Tek það fram að ég er ekki í stjórnmálaflokknum hennar Svandísar þó ég sé sammála henni í þessari ákvarðanatöku. Samfélag sem á slík auðævi sem íbúar Reykjaness geta borðið það að sleppt sé að fara í dýrar stórframkvæmdir sem skila menguðu svæði. Horfuð aðeins lengr! Stóriðja er næg fyrir á Íslandi og tel ég að það sé hreint glapræði að einblína eingöngu á hana. Jöfnuður er einnig fyrir hina lægst launuðu. Ég hef aldrei sagt að suðurnesjamenn séu frekjur og finnst mér það óviturt af Svandísi.
Ágæta Halla Rut:
Ég hef nú sjálf þurft að berjast og menntun er það sem ég hef valið á tileinka mér. Aðrir hafa valið að kaupa bíla og stærri hús m.a. á háum lánum. Fræðimenn hafa nú ekki alltaf há laun en það er annað mál. Hvet þig til að koma með hugmyndir til atvinnusköpunar aðrar en stóriðju sem leiðir til mengunar svæðis eins og Reykjaness. Tel sjálf að stórauka þurfi komu ferðamanna á ykkar mjög svo fallega svæði:-)
Góð ævintýri verða stundum að veruleika!
Með kveðju Sólveig Dagmar
Sólveig Dagmar Þórisdóttir (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 15:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.