Jæja nú er ein helgin liðin í viðbót og framundan er gerð heimildarmyndar um Korpúlfsstaði sem þarf að klára fyrir miðjan mánuðinn. Þarna munu starfa um 30 listamenn og 8 hönnuðir þegar allt er tilbúið. Enn er smíðavinna í gangi og verið að innrétta vinnustofur og leggja lokahönd á málningarvinnu, rafmagn og fleira.
Þegar gengið er um bygginguna í dag þá speglast fortíðin vel á móti manni. Veggjakrot fyrri tíma segja sögu. Stigar, gangar, gluggar og minjar spegla kraftinn sem þarna er í þessu sögufræga húsi. Kraftur lista og mennigar munu fylla vinnustofur og sali á komandi mánuðum og árum. Þessi tími breytinga er spennandi og langar mig að fanga það viðfangsefni í heimildarmyndinni.
Flokkur: Menning og listir | 4.3.2007 | 23:34 (breytt 9.3.2007 kl. 01:33) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 16798
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.