au

Vangaveltur um möguleg markmið Huang með kaupum á Grímsstöðum á Fjöllum.

Vegna mögulegra kaupa kínverska kaupsýslumannsins Huang Nubo á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum:

 Er Huang endilega að fara að byggja hótelið? Er ekki málið að Kínverjar eiga ekki næga raforku fyrir land sitt þegar í dag og falast eftir nýjum tækifærum til raforkuframleiðslu? Af hverju ætti Huang endilega að vilja nýta Grímsstaði á Fjöllum okkur í hag? Held að margir íslendingar séu komnir mjög stutt í þeirri hugsun um hvað í raun þessi kaup Huang gætu borið með sér! Af hverju ætti Huang ekki frekar að byggja risaframleiðslufyrirtæki sem nýtir raforku úr landi hans? Af hverju ætti Huang þá ekki einnig að flytja inn erlent ódýrt vinnuafl frá Kína sem við getum ekki keppt við? Af hverju ætti Huang ekki að ráðast að rót ferðþjónustunnar og undirbjóða til að eyða samkeppni?

Ef einhver hefur komment á þessar vangaveltur mínar þá er velkomið að svara.

Vísa hér einnig í áhugaverða grein um baráttuna um náttúruauðævin:

http://english.aljazeera.net/indepth/features/2011/05/201151713273937174.html#.TmQWNUxKcSE.facebook


mbl.is Sakar Ólaf Ragnar um smjörklípu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Skörp ertu Sólveig með raforkuna, tek undir með þínum athugasemdum. Undarlegt hvað margir hér á landi virðast halda að öll heimsbyggðin hugsi og ætli allt eins og við og hafi alltaf sömu forsendur og markmið með með verkum sínum.

Hvort ætli meira sé um að kenna sjálfhverfu og takmörkun í hugsun heldur en innbyggðri góðmennsku og hrekkleysi? - vil helst ekki reyna að svara sjálfri mér.

Bíómyndin "Mars Attack" lýsir þessu fyrirbrigði vel þegar geimverunar koma til jarðar og eru ekki beint að taka undir vinsemd jarðabúa.

Anna Björg Hjartardóttir, 11.9.2011 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband