au

Forsetinn býður laganemum upp á opna rökræðu í námi? - til umhugsunar og rökræðu:

Svar mitt við grein Sigurðar Gylfa Magnússonar á kistan.is: (sjá viðhengi hér á eftir).  

Svar: Nú á tímum ólgu í allri umræðu þjóðfélagsins sem er afleiðing kreppu, er einmitt tími til að ná fram hugmyndavinnu og þarfri rökræðu í laganámi. Einnig tími til að hugleiða hvernig tengja má t.d. hugvísindi við lögfræði til að ná betri lögum fram í þjóðríkinu. En hvernig eru það hægt? Mér finnst gildi laga allt of tengd við órjúfanleg bönd kennsluaðferðarinnar í lagadeildinni sjálfri. Ef til vill ætti að byrja á kennurunum þar því þeir miðla með einræðu til nemenda sinna sem hvetur ekki til skapandi hugmynda og rökræðu um lög nema að takmörkuðu leiti. Ef til vill ætti einnig að skoða skipulag yfirvalda við inntöku nemenda í  lagadeildina.

Það þarf að slíta upp órjúfanlegu böndin sem þú lýsir svo vel í grein þinni Sigurður Gylfi. Forseti vor hefur nú hafið þá vegferð með neitun Icesave-laganna sem varð til að þjóðin felldi þau. Þannig hefur orðið til farvegur fyrir nemendur lagadeildar til sköpunar og til hagnýtrar orðræðu um lög í landinu og hvernig má endurbæta þau. Forsetinn býður laganemum nú upp á þá rökræðu.

Laganemar ættu því að hefja óhefta rökræðu um þau mistök sem gerð voru við lagasetningu í þjóðríkinu allt til dagsins í dag. Setja t.d. upp hugmyndavinnuhóp með úrvali laganema, stjórnmálamönnum og kennurum lagadeildar ásamt kennurum hugvísindadeildar. Þannig gætu hópurin unnið saman að hugmyndum og aðgerðaráætlun um efnið: "Nútíma Lögfræði og endurbætur á henni". Þannig myndu núverandi stjórnmálamenn ef til vill sjá nýjar og betri leiðir sem þeir nýta síðan til lagfæringar á núgildandi lögum í Þjóðríkinu. Þannig yrði til sköpun frá ungu fólki sem yrði til umbóta og ef til vill til breytinga á kennsluaðferðum kennara lagadeildarinnar. Við þurfum að láta af því að kennarar kunni allt best og geti allt best. Heildin er aflið þar með talið laganemar og hugvísindanemar.

Niðurstaðan er því sú að laganemar eiga ekki að þurfa að vera hræddir við að falla ef þau rökræða og tjá sig í tímum um hugmyndir sínar til umbóta í þjóðríkinu.  Við þurfum góðar hugmyndir núna sem þau nýta við endurbætur á lögum þegar þau hefja störf sem lögmenn.

Það er einnig mjög áhugavert að forseti vor Ólafur Ragnar Grímsson skuldi ganga svona greitt til verks við neitun á lögum um Icesave-samninga.  Þannig slítur hann upp nokkrar rætur íhaldsins með neitunarvaldi sínu. Ólafur Ragnar kenndi stjórnmálafræði við Háskóla Íslands um árabil og þekkir því til þaula takmörk sín sem forseti. Sem betur fer fyrir heildina.

Auðvitað eru Sjálfstæðismenn óánægðir núna og vilja ná völdum sem fyrst til að halda í auðævi sín. Flestir íslendingar vilja jákvæðar breytingar til batnaðar og vilja ekki hleypa Sjálfstæðisflokknum aftur að kjötkötlunum. Sjálfstæðisflokknum þarf hreinlega að halda frá því þeir hafa orðið til of mikils skaða fyrir þjóðina. Niðurstaða: "Allir þegnar ríkis eiga að blómstra í þjóðríkinu en ekki flokkar".


Ég las um sex mánaða skeið til lögfræði í Háskóla Íslands fyrir fimmtán árum. þekki því vel hve hræddir nemar eru við að tjá sig þar í kennslustundum af hræðslu við fall í áfanganum eða jafnvel öllu skólaárinu. Engin rökræða var viðhöfð í tímum og allir nemendur þögðu og hlustuðu. Í ofanálag voru þau í samkeppni við hvort annað um að komast áfram upp á annað ár. Laganemar lánuðu helst ekki glósur.  Hræðslan við fall og óvinsældir hjá kennaranum kæfði því allan sköpunarkraft og rökræður. Einræða kennara þar hefur því ekki orðið til nema takmarkaðrar uppbyggingar og jafnvel til hnignunar því nemar hafa ekki fengið að hafa áhrif á lögfræðina. Vona að jákvæð rökræða og hugmyndavinna fari því á fullt núna um bætt lagaumhverfi og endurbætur á ósanngjörnum lögum fyrir þegna ríkisins. Einnig skoðun á vali dómara og endurskoðun á þeim dómurum sem fyrir eru og hafa sérstaklega verið ráðnir af flokkum en ekki eftir faglegum ráðum og hæfileikum sínum. Það er aldrei of seint að hefjast handa við endurbætur á lögum og lagaumhverfi þjóðríkisins Íslands.


Takk fyrir góða grein Sigurður Gylfi Magnússon. 

 

Sjá grein Sigurðar Gylfa Magnússonar á kistan.is:

http://kistan.is/default.asp?sid_id=25401&fre_Id=115504&tid=2&meira=1&Tre_Rod=005|&qsr


mbl.is Undrandi á forseta Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband