Ágætu kjósendur,
Ég hef verið spurð um hvort ég vilji aðskilja ríki og kirkju í stjórnarskránni. Já það vil ég. Reyndar er ég ein þeirra sem hef sagt mig úr Þjóðkirkjunni. Er í Kirkju Óháðasafnaðarins síðan biskup vor gat ekki tekið vel á hneyksli innan kirkjunnar varðandi Ólaf Skúlason.
Ég fagna því því innilega að kirkjuþing hafi samþykkt rannsóknarnefndina sem á að fjalla um viðbrögð og starfshætti Þjóðkirkjunnar vegna ásakana á hendur Ólafi Skúlasyni vegna kynferðisbrota. Nú skulum við bíða og sjá hver niðurstaðan verður úr þeirri rannsóknarnefnd.
Tel einnig að allir íslendingar eigi að fá að velja hvort börn þeirra eigi að læra Trúarbragðafræði sem má vissulega halda áfram að kenna í skólum landsins.
"Það eru til rangar spurningar! Þolinmæði er þörf fyrst, til að vinna réttar spurningar og síðan finna góða niðurstöðu til að sætta þjóðina - Við öndum í veiku lýðræði í dag. Mun skila mínu til aukins lýðræðis. Því getið þið treyst".
Hér má finna frekari áherslur mínar og upplýsingar:
http://www.kosning.is/stjornlagathing/frambjodendur/#index:S
http://www.kvennaslodir.is/frettatengt/kona-i-naermynd/nr/295/
Með kærri kveðju til þín og þinna,
Sólveig Dagmar Þórisdóttir - frambjóðandi til stjórnlagaþings númer 7462.
Kirkjuþing samþykkir nefndina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 14.11.2010 | 21:23 (breytt kl. 21:24) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.