au

Engin kosningaloforð sett fram og engar auglýsingar - framboð mitt er nr. 7462

Ágæti kjósandi til stjórnlagaþings,

Þar sem okkur öllum sem búum á Íslandi er annt um þjóðríkið okkar þá vil ég koma því á framfæri að ég tel mig geta unnið að miklum heiðarleika, miklu trausti og miklum heilindum að þeim atriðum sem Þjóðfundurinn setur fram.

Það að treysta frambjóðanda þínum er mikilvægt. Þess vegna vil ég ekki setja fram kosningaloforð fyrir kosningar, heldur eingöngu benda á að ég mun rannsaka hverja þá setningu og þá hugmynd sem mun koma upp á stjórnlagaþinginu og vinna fyrir alla þjóðina ef ég fæ kosningu.  

Það að vinna að heilindum skiptir öllum máli. Það að geta treyst sínum frambjóðanda skiptir öllu máli.  Ég tel mig get unnið þannig fyrir þig að góðri stjórnarskrá.

Mitt númer í kosningu er 7462.

Með kærri kveðju til þín og þinna.

Sólveig Dagmar Þórisdóttir http://www.kosning.is/stjornlagathing/frambjodendur/#index:S

M


mbl.is Stjórnarskrá fyrir fólkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Leifur Þórisson

Sæl, hverjar eru áherslur þínar í sambandi við stjórnarskrána? Kveðja, Björn.

Björn Leifur Þórisson, 7.11.2010 kl. 21:19

2 Smámynd: au

Sæll Björn Leifur,

Áherslur mínar eru: Aukið lýðræði. Alger mannréttindi. Þjóðaratkvæðagreiðslur fram hjá þinginu. Persónukjör til Alþingis. Ná aðskilnaði þrískiptingar ríkisvaldsins. Óháða lýðræðislega fjölmiðla. Tjáningar- og trúfrelsi. Auðlindir hafs og lands í þjóðareign. Ráðherraábyrgð. Skýra betur vald forseta Íslands og rýmka málskotsrétt hans. Nýir siðir, nýjar reglur, nýtt upphaf til góðrar fyrirmyndar. Ásamt því að vinna að heilindum að þeim atriðum og ábendingum sem munu berast inn á stjórnlagaþingið. Vona ég að ég fái atkvæði þitt.

Kær kveðja,

Sólveig Dagmar Þórisdóttir.

au, 7.11.2010 kl. 21:27

3 Smámynd: Björn Leifur Þórisson

Takk fyrir svarið, hvernig sérðu fyrir þér raunhæfan hátt á persónukjöri? Á hvaða hátt er best að skerpa á þrískiptingu valdsins að þínu mati? Einnig, hver skal ákveða hvaða mál fara í þjóðaratkvæði? Finnst þér að fækka eigi þingmönnum?

Björn Leifur Þórisson, 7.11.2010 kl. 21:33

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Ein grundvallarspurning. Ert með eða móti aðild Íslands að ESB?
Svar = JÁ eða NEI og ekkert þar á milli .

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.11.2010 kl. 21:33

5 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Sæl Sólveig

Ég er með örfá sæti óráðstafað á kjörseðli mínum og vantar konur á kjörseðilinn til að hafa jafnvægi milli kynja eins og kostur er.

Þess vegna spyr ég þig hver er afstaða þín til ráðstöfunar jarðnæðis og nýtingar þess samanber færslu mína hér í kvöld.

Þá langar mig að athuga hvort þú vildir vera svo væn að íhuga að sett verði í stjórnarskrá ákvæði um stjórnarskrárdómstól, sem skæri úr um það hvort lög standist stjórnarskrárákvæði.

Ég vil fá skýr svör ef þess er kostur því að það er töluvert framboð af kandidötum á kjörseðilinn.

Með bestu kveðjum, ÞHG

Þorsteinn H. Gunnarsson, 7.11.2010 kl. 21:38

6 Smámynd: au

Sæll aftur Björn Leifur,

Persónukjör: Ég sé fyrir mér að flokkar verði lagðir niður allir með tölu. Einnig að frambjóðendur í Þjóðríkinu verði aðeins þeir sem eru með hreint borð, hreina sakaskrá og enga spillingu bak við sig. Við persónukjör verði unnið að heiðarleika og aðeins unnið þannig að hægt verði að treysta þeim sem fá að starfa fyrir okkur á Alþingi. Sé einnig fyrir mér að hægt verði að gera gegnsætt kosningakerfi þar sem hægt er að sjá hve traustir frambjóðendur eru t.d. með stigagjöf . Þannig má koma í veg fyrir að spilltir og óheiðarlegir einstaklingar nái aftur kjöri inn á Alþingi. Ég vil því alveg þurrka út flokkakerfið og þannig fá alveg nýjar áherslur inn í stjórnarskránna þar sem miðað verður að algerum heiðarleika og fullkominni lausn.

Þrískipting ríkisvaldsins. Með því að leyfa ráðherrum ekki að vinna nema aðeins að sinni lagasetnigu t.d. dómsvaldið verði aðeins hjá þeim sem um það skulu fjalla samkv. laganna hljóðan og að þau megi ekki teygja sig inn á valdsvið framkvæmdavaldsins né löggjafarvaldsins. Myndi vilja rannsaka þennan lið mjög vel til að finna lausn áður en ég held áfram. Grundvöllurinn er fullkominn aðskilnaður þrískiptarinnar ríkisvaldsins. Þarna myndi ég einnig vilja taka fyrir aðskilnað fjórða valdsins sem eru fjölmiðlar. Þar vil ég óháða og frjálsa fjölmiðla þar sem fjármagnseigendum og stjórnmálamönnum verður skylt að halda sig frá og ná þannig engum völdum til að rugla lesendur og áhorfendur í rýminu. Þetta fjórða vald er mikið í dag og þarf að ná yfir það einnig í stjórnarskránni

Forseti skal ákveða hvaða mál fara í Þjóðaratkvæði. Ekki Alþingi.

Mér finnst að fækka eigi Alþingiismönnum í 25 til 30 alls.

Sæll Guðmundur Jónas,

Ég er alfarið á móti aðild að ESB. Hef lesið lög í HÍ um tíma og m.a. Evrópurétt. Þar komst mér að því að ESB aðild er óheillaskref og mun með engu móti breytast þar sama hvernig kynningarherferð ríkisstjórnarinnar verður um ESB. Berst því ávalt á móti ESB aðild. Skemmtilegt frá því að segja að ég held að margir sjái ekki að í öðrum löndum eins og Svíþjóð og Englandi er fjöldinn allur af fólki sem telur að land sitt hafi gert mikil mistök með því að ganga inn í ESB.

Með kærri kveðju,

Sólveig Dagmar Þórisdóttir - frambjóðandi 7462

au, 7.11.2010 kl. 22:07

7 Smámynd: au

Sæll Þorsteinn,

Sem leiðsögumaður til fjölda ára þá er ég mikill náttúrverndarsinni og alfarið á móti stóriðju. Ég tel að ilrækt (gróðurhúsarækt) sé sú búgrein sem þjóðin á að einbeita sér að nú þegar. Mikið og ódýrt rafmagn verður þannig nýtt á skynsaman hátt til framleiðslu á t.d. grænmeti, blómum og plöntum sem selja má innanlands og erlendis líkt og Hollendingar gera mikið að.  

Tel ég að auðlindir Íslands eigi að staðfesta í þjóðareigu íslendinga, barna okkar um ókomna tíð og að ekki verði hægt að selja aðgang að jarðorku né öðrum auðlindum til erlendra fjárfesta. Sjálfbærni þarf að ríkja og gæta verður vel að því að náttúran mengist alls ekki. Þannig verði gætt að því að komandi kynslóðir taki við landinu í jafngóðu ásigkomulagi og við sjáum það í í dag.

Beitarréttindi eru mikilvæg á sumrin sem og á veturna. Almenningur verði nýttur á sumrin en jarðareigendur nýti sínar jarðir á veturna. Gæta verður þó sérstaklega að þeim svæðum sem eru í rækt til að varna gegn uppblæstri og gróðurskemmdum vegna vinds, afleiðinga eldgosa og vatnsrofs.

Tel að landsmenn allir eigi að fá forgang að veiði í vötnum og ám samt þó að skynsamleg nýting verði að leiðarljósi. Þannig geti ekki fáir sölsað undir sig eignarrétt á ám og jafnvel vötnum og selt svo aðgang svo dýru verði að aðeins fáum landsmönnum verði hæft að veiða þar vegna háss verðs.

Jarðarnýting: Tel einnig að bújörðum eigi að skipta á þá sem sýna með iðju sinni og dugnaði að þeim er treystandi fyrir jörðum. Tel þannig að aðeins þeim sem sýna vilja í verki fái úthlutað jörðum til að búa á og til að framleiða búvörður. Ekki þeim sem aðeins vilja eiga og ekki nýta nema eins fyrir sig sem eign til skemmtunar. Ferðaþjónustan þarf þó að hafa sitt pláss á bújörðum. Tel reyndar að taka megi eignarnámi jarðir sem einstaklingar sýna ekki lit við búrekstur á jörðum sínum eða vilja til að reka uppbyggilega og heilbrigða ferðaþjónustu þar. Þannig fá fleiri einstaklingar tækifæri til að nýta bújarðir og jarðir á skynsamlegan hátt. Skóga ber að vernda. Reyndar tel ég að skóglendi sé nægt á landinu. Landið okkar er sérstakt eldfjallaland og aðeins 3% þess skóglendi. Þannig tel ég að skógar skipti okkur litlu máli miðað við margt annað varðandi nýtingu og aðra rækt. Reyndar má rækta skóga meira á uppgræðslusvæðum eins og við Dimmuborgir þar sem jarðvegseyðing (sandfok) er mikið vandamál enn í dag.

Ég tel að lög stjórnarskrárinnar geti verið leiðandi lög um nýtingu alls lands og þau lög  eigi að duga fullkomlega. Þannig verði auglýstar jarðir til nýtingar fyrir áhugasama og að þá verði mögulega nýting einnig til handa þeim sem þess þurfa vegna efnahagsástandsins. Ráðherra landbúnaðarmála má leiðbeina en sérstök óháð landbúnaðarnefnd ráðstafi jörðum til nýtingar og bújörðum. Dæmi: Umboðsmaður skuldara leiðbeinir og vísar i skynsamlegan farveg þeim sem þess þurfa.

Vona að svar minn Þorsteinn sýni þann hug sem ég ber til þjóðar minnar vegna leiðréttingar sem þarf til handa þeim sem sannarlega vilja láta gott af sér leiða hvað varðar skynsamlega nýtingu bújarða og jarða. Einnig nýtingu hálendis og fl. Slík,verndarlög má setja skýrt í stjórnarskránna.

Með kærri kveðju,

 Sólveig Dagmar þórisdóttir

au, 7.11.2010 kl. 23:11

8 Smámynd: Björn Leifur Þórisson

Sæl Sólveig, að banna stjórnmálaflokka er í raun að hefta frelsi fólks til að stofna og reka félög og gengur eflaust beint gegn alls konar lögum og samþykktum. Á þjóðfundinum kom fram sú raunhæfa tillaga að fólk gæti kosið alla eða einn flokk en raðað fólkinu eftir mikilvægi á listana. Þannig væri lýðræðið aukið stórkostlega. Með bestu kveðju, Björn.

Björn Leifur Þórisson, 7.11.2010 kl. 23:27

9 identicon

Sæll Björn Leifur,

Tel að flokkakerfið sé úr sér gengið. Flokkadrættir eru miklir og þess vegna vil ég ganga lengra þar. Auðvitað verða síðan tillögu Þjóðfundarins mjög mikilvægar þegar endanlega ákvarðanir verða teknar á stjórnlagaþinginu. Skrif mín hér að ofan er aðeins fyrsta hugsun mín og alls engin lokaniðurstaða  þar settar fram. Aðrir hafa sjónarmið sem hafa auðvitað áhrif á stjórnlagaþings-þingmenn sem þurfa allir að vinna heiðarlega og að festu að lýðræðislegum lögum í nýja stjórnarskrá. Lokarannsókn og niðurstaða verður því ávallt að vera úthugsuð fyrir alla landsmenn.

kær kveðja,

Sólveig Dagmar Þórisdóttir - 7462

Sólveig Dagmar Þórisdóttir (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 23:42

10 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Sólveig og takk kærlega fyrir þitt skýra svar um ESB. Eitt atkvæði þar!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.11.2010 kl. 00:19

11 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Frelsi þitt endar þar sem mitt nef byrjar var einhverntíman haft að orði þegar frelsi barst í tal.

Hver á meta hvort einstaklingur er spilltur eða ekki?? Hver á meta það hvaða jarðir á taka eignarnámi eða ekki??

Þetta er í mínum huga ekki vel ígrundað við vitum að stundumhefur dómstóll götunar dæmt menn sem ekki hafa neitt til saka unnið og því verður að vanda til verka ef það á að dæma menn frá því að geta boðið sig fram.

Einnig hvað varðar flokka og flokksstarf sama hvaða nafni þeir nefnast, að í grasrót flokkanna er oft unnið mjög gott starf sem hefur áhrif og þar er nærtækasta dæmið stjórnlagaþingið sem þú býður þig nú fram til.  Það er upprunnið í flokkunum og því geta þeir ekki verið alsslæir þó vissulega megi mikið laga..

Það sem ber að varast eru alhæfingar og öfgar, sama hvaða hluti er verið að fjalla um...

Ég held að persónukjör þar sem sambland af flokkslistum og einstaklingum er viðhaft sé farsællegast, það myndi veita flokkunum mikð aðhald ef að ég gæti kosið fólk sem ég treysti óháð flokkum, eða flokka ef mér biði svo við að horfa.

Einnig set ég stórt spurningamerki við fækkun þingmanna, hvernig í ósköpunum eiga 25 þingmenn að geta sinnt sínum skyldum við kjósendur á landinu öllu ef þeim fækkar um helming, ég held að það sé illframkvæmanlegt og ef nið eigum að jafna atkvæðavægi og fækka þingmönnum í sömu andrá þá yrði þróunin einfaldlega sú að engum yrði sinnt nema suðvestur horninu þar sem atkvæðin eru flest og allt annað myndi mæta algerum afgangi...

En þetta eru bara mínar skoðanir og þþu þarft ekki að taka tillit til þeirra frekar en þú vilt.

KvER

Eiður Ragnarsson, 8.11.2010 kl. 12:22

12 identicon

Sæll Eiður,

Ný byrjun verður aldrei Eiður, nema settar verði fram tillögur sem ganga aðeins lengra en aðrar. Svo þarf oftast að fara millileiðina ekki satt í þingmannahóp og annarri hópavinnu.

Tel ég að mannlegt innsæi segi nokkuð til um hver er með misjafnan bakgrunn. 

Tel að nefnd um miðlun bújarðar geti vel unnið að því að velja einstaklinga sem vilja rækta og yrkja bújörðina. Í slíkri nefnd má velja óháða og óflokksbundna einstaklinga. Einnig þá sem vilja byggja upp á jákvæðan hátt jarðrækt og landnýtingu á skynsaman hátt.

Það þarf að endurnýja dómarastéttina. Flokkstengdir og sérvaldir dómarar eru í Héraðsdómi og Hæstarétti í dag. Þess vegna þarf að laga þar einning til til þess að fólk geti treyst á eðlilegar dómsniðurstöður sem eru vel ígrundaðarl af óflokkstengdum dómurum.

Það að alhæfa er ekki gott en það að hugsa upphátt og viðra hugmyndir er gott. Út úr slíku verður oftast til góð hugmynd. Þessi skrif mín eru aðeins hugmyndir og hugsanir mínar og ekki alhæfingar.

Sjálf hef ég ekkert á móti flokkum en ég er á móti kjörstjórnum innan flokkanna,  þar sem oft eru settir inn einstaklingar sem eru taldir vilja litlar breytingar og velja frambjóðendur í flokknum (þá alls ekki fólk sem vill rugga bátnum og nýja vinda innan flokksins). Þannig nær  flokksforystan að halda sínum völdum og lítið breytist. Þess vegna tel ég að fyrirbærið flokkur sé gamaldags klisja í dag. Tel hreinlega að hollt sé að ná fram nýrri birtingarmynd og niðurstöðum um aðferðir við val á einstaklingum til að vinna fyrir lýðveldið Ísland. Persónukjör jafnvel óflokksbundið eða flokksbundið eins og Þjóðfundurinn vill . Flokkar geta unnið vel saman ef kjörstjórnir innan þeirra eru lagðar niður. Flokkar geta einnig unnið vel saman ef persónukjöri er hleypt af stað í þeim.

Fækkun þingmanna er nauðsynleg til að einfalda hlutina og gera kostnaðinn minni. Ég tel að þrjátíu alþingisþingmenn og konur sé alveg nægur fjöldi til að vinna verkefnin vel og skipulega. Þú sérð Eiður að 63 ná illa að vinna saman í dag m.v. flokkadrætti og þras sem sést á alþingis-sjónvarpstöðinni.

Ég vil taka það fram að ég er einnig landsbyggðakona því ég vinn mikið úti á landi sem leiðsögumaður og þekki vel til samfélagsmyndana, vegakerfis, hefða og þh. í hinum ýmsu bæjarfélögum. Ég er því fylgjandi jöfnu atkvæðavægi til alþingiskosninga á öllu landinu. Reyndar vil ég þá hafa sem flest kjördæmi til að jöfnunin verði sem mest.

Með kærri kveðju,

Sólveig Dagmar Þórisdóttir

Sólveig Dagmar Þórisdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband