au

Kínverjar eru að koma bakdyramegin inn í auðlindir íslendinga?

Nú eru Kínverjarnir að koma bakdyramegin inn í orkuauðlindir íslendinga. Þeir byrja með að kynna sér málin um orkuframleiðslu okkar og eignast eða yfirtaka svo. Því ættu þeir ekki að gera það.

Við skulum passa okkur vel á þeirri stórþjóð. Skil ekkert þessum ORKUMÁLARÁÐHERRA (iðnaðarráðherra) Katrínu Júlíusdóttur. Henni virðist alveg vera sama um auðlindir og framtíð landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Ef alþjóðlegur auðhringur vill reisa enn eitt álverið er það kærkomin erlend fjárfesting. Ef kanadískur braskari við kaupa orkufyrirtæki er honum ráðlagt að stofna sænskt skúffufyrirtæki. En ef Kínverjar sýna áhuga á rekstri á Íslandi, þá er það hættulegt. Hvers vegna?

Haraldur Hansson, 19.10.2010 kl. 01:29

2 identicon

Vegna þess að yfirvöld í Kína hafa sýnt að t.d. námaslys eru hvað algengust þar og lítið um öryggi starfmanna námamanna, sbr nýlega frétt um andlát um þrjátíu námuverkamanna þar. Sástu þá frétt Haraldur? Einnig er mikil mengun skilin eftir í kringum námur í Kína og lítið eftirlit með þeim. Tel að slíkt yrði tekið upp hérna einnig ef þeir næðu að yfirtaka íslensku auðlindirnar. Því ættu Kínverjar að bæta öryggi og virða umhverfið hérna, fyrst þeir komast upp með slíkt heima hjá þér?  

Það tæki eflaust tíma hjá þeim að yfirtaka auðlindir eflaust, en þeir geta slíkt með stærð sinni ef við förum ekki varlega í viðskiptum við þá.

Auðlindir hafs og lands þarf að vera í þjóðareign áður en við gerum  samninga við risa þjóðríki eins og Kína.

Sólveig Dagmar Þórisdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 12:08

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Ég skildi svo sem alveg hvað þú varst að fara, en samt.

Ef við eigum að taka mið af hegðun manna og auðhringa í heimalandinu eða í öðrum löndum, þá bendi ég á að Bechtel Corporation var hér með mikil umsvif meðan Kárahnjúkavirkjun var reist.

Þetta sama félag á sér ljóta sögu, þar sem fólk er arðrænt. Sú ljótasta er trúlega þegar fyrirtækið, í skjóli skúffufyrirtækis, lagði undir sig vatnsveitur í Bólivíu með aðstoð AGS. Þá var fólkið svipt undirstöðu réttindum svo alþjóðlegur auðhringur gæti grætt á að selja því neysluvatn. Hversu margir mótmæltu veru þeirra hér?

Ef við pössum sjálf upp á okkar hagsmuni þá eru dollarar frá Kína ekkert verri en dollarar frá USA. Og líklega betri en dollarar frá Bechtel.

Haraldur Hansson, 19.10.2010 kl. 17:12

4 identicon

Góður punktur hjá þér með Bechtel Haraldur. Sammála. Samt eru alltaf margar hliðar á einu máli. Ég held t.d. að Kína sé einfaldlega ekki góður kostur fyrir okkur þegar kemur að íslenskum auðlindum. Kínverskt menningarsamfélag er mjög ólíkt okkar og mannréttindi þar þverbrotin. Held að best sé að setja fyrst nýja stjórnarskrá í lög, áður en við förum að vinna með Kína að atvinnuuppbyggingu óbeint og vinnslu með auðlindir okkar.

Sólveig Dagmar Þórisdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband