au

Færsluflokkur: Ferðalög

Tímabært að greiða inn í þjóðgarða Íslands.

Ég hef unnið sem leiðsögumaður í fjórtán ár og hef ávallt verið á móti því að greitt sé fyrir að koma inn á merkustu ferðamannastaði Íslands. Ég sé samt ekki betur en það sé tímabært að greiða fyrir slíkt eins að staða er í efnahagsmálum þjóðarinnar í dag.

Þjóðgarðurinn Þingvellir (friðlýstur 1930), þjóðgarðurinn Skaftafell (1966), Þjóðgarðurinn Jökulsárgljúfur (1973) og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull (2001) hafa slíkt aðdráttarafl að myndi ekki veigra fyrir sér að greiða gjald fyrir að koma þangað og njóta útivistar.

Vitað er að hundruð þúsunda einstaklinga koma inn í þessa Þjóðgarða ár hvert án þess að greiða krónu (etv. gjald fyrir tjaldið sitt). Mikil tekjulind er því möguleg þarna og vissulega kominn tími til að greiða ca. 1.200 kr. fyrir að njóta útivistar í þeim.

 

 

 

 


Berjaferð á Þingvelli

Haustið er komið. Rigningin í höfuðborginni stoppaði ekki berjaferð á Þingvelli og í Hvalfjörðinn.

Þessi dagur var yndislegur.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband