Færsluflokkur: Samgöngur
Samgöngur | 9.3.2011 | 15:02 (breytt kl. 15:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Opinber gögn upplýsa að 12 manns létust hér í umferðinni árið 2008 og 15 árið áður. Tvö árin þar á undan sýna mun færri látna í umferðinni. Þessar vísbendingar eru ógnvekjandi. Við erum aðeins í 12 sæti í dag mv. höfðatölu yfir hve fáir látast í umferðinni, en Svíþjóð er í 1. sæti
Notkun á stórum jeppum í borgum hefur aukist sl. ár. Ölvunarakstur einnig! Þarf ekki að stilla saman strengi og auka umferðaröryggi? Hvar eru stjórnvöld, týnd?
Um 70% af dauðslysum og meiriháttar slysum eiga sér stað hér á suð-vesturhorninu skv. skýrslum um málið. Því er mikilvægt að beina framkvæmdum strax á höfuðborgarsvæðisins og byrja að byggja mislæg gatnamót á helstu slysastöðunum. Einnig skerpa á eftirliti og kunnáttu ökumanna stórra ökutækja eins og Hummerjeppa. Einnig auka öryggi ökumanna sem fara um Reykjanesbraut, Suðurlandsveg og Vesturlandsveg. Einnig auka umferðaröryggi á vegum nálægt Akureyri og stærri bæjum.
Ég vona að ungi maðurinn sem liggur stórslasaður eftir Hummerjeppann nái sér og megi ná að njóta lífs hér með okkur hinum í þjóðfélaginu í framtíðinni. Sendi baráttukveðjur til aðstandanda.
Sjálf er ég meiraprófsbílstjóri og veit að stjórn á stórum ökutækjum krefst mikillar ábyrgðar. Einnig vil ég minna á vefsíðu Neytendasamtakanna ns.is um baráttu fyrir auknu framlagi til umferðaröryggismála, sjá ályktun um umferðaröryggi frá 22. janúar 2009, á forsíðu vefsíðunnar.
Samgöngur | 25.1.2009 | 17:06 (breytt 28.1.2009 kl. 03:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar