Færsluflokkur: Fjölmiðlar
Vil kynna mig aðeins fyrst: rek Auglýsingastofu Íslands ehf, er leiðsögumaður til fimmtán ára. Er einnig ökuleiðsögumaður hjá Iceland Excursion. Er með BA í grafískri hönnun frá LHÍ og MA gráðu frá Háskóla Íslands í hagnýtri menningarmiðlun, það er menntun við að miðla um sögu og menningu Íslands á margvíslegan hátt. Taldi ég þetta nægan grunn til að sækja um að koma að við átakið Inspired by Iceland. Sendi ég því bréf til helstu aðila og ráðuneyta sem stóðu að átakinu og fékk reyndar engin svör nánast. Var hvött áfram samt. Uppgötvaði fljótlega mikla spillingu og að fáir sérútvaldir sætu um kjötkatlana. Aðeins lokað útboð væri og aðeins tvær auglýsingastofur fengju aðgang.
Heilar 300.000.000 milljónir af skattfé okkar fóru á tvær sérvaldar auglýsingastofur skv. orðum Einars Karls Haraldssonar sem stýrði kynningarátakinu. Hann hringdi í mig fimm dögum eftir að ég lagði inn skilaboð til hans. Hann hló að mér þegar ég bað hann um skýringu á því af hverju væri ekki opið útboð fyrir starfandi auglýsingastofur. Einar Karl bar fyrir sig tímaleysi vegna eldgossins. Lög um útboð segja að ef verðmætið er meira en 20.000.000 kr. þá skal hafa opið útboð um pakkann skv. lögum Evrópusambandsins sem gilda einnig hér á landi í gegnum EES. Ég var einnig í sambandi við Ríkiskaup sem sendu áminningu í tíma á þá aðila sem stóðu að átakinu. Ekkert útboð var sem sagt um 300.000.000 króna auglýsingapakkann. Rikisvaldið brýtur enn útboðs-og stjórnsýslulög.
Vinnubrögð XS - Össur Skarphéðins réði stórvin sinn Einar Karl Haraldsson til að stjórna Inspired by Iceland átakinu. Hvað ætli Einar Karl hafi fengið fyrir þessa frábæru stjórnunarvinnu sína og aðstoð við brot á lögum gagnvart almenningi?
Fjölmiðlar | 5.7.2010 | 13:30 (breytt kl. 13:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar