au

Tómas flytur heim og vinnur fyrir afkomandur sína. Bretar greiði fyrir sitt rugl!!!

Það er kostulegt þegar einstaklingar eins og Tómas láta aðra hafa áhrif á sig með smá kroti. Heil þjóð er stimpluð ef við viljum taka það inn að hún sé stimpluð. Við skulum muna að heil þjóð er í senn sérstök en einstaklingar misjafnir. Tómas hefur valið að búa í Bretlandi. Best væri fyrir hann að flytja heim og yfirgefa þröngsýna nágranna sína.

Fjöldi Breta heimsækir Ísland ár hvert. Ég vinn við að kynna land og þjóð fyrir fjölda Breta. Aldrei fann ég fyrir hatri í garð íslendinga síðastliðið sumar. Ég tel því að hugarfar einstakra nágranna Tómasar sýni ekki tilfinningar allra Breta gagnvart okkar þjóð. Slíkt fullyrðing er fásinna. Að greiða Icesave kemur heldur ekki til greina að mínu mati!!!

Þeir sem eru núna óöruggir um sig í Bretlandi eru velkomnir heim til Íslands aftur! Það vantar fleiri vinnandi hendur til að halda þjóðfélaginu gangandi fyrir afkomendur okkar. Slíkt er meira virði, en að láta tilfinningalegt rugl um hvað þjóð gerir annarri þjóð hafa áhrif á sig og sína.

Bretar eru alltaf Bretar og verða áfram hvort sem Icesave er greitt eða ekki!!!


mbl.is Veist að Íslendingi í Bretlandi vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig dettur þér hug að nokkur óbrjáluð manneskja flytji til Íslands með þetta stjórnarfar sem nú ríkir?  Eða eigum við ekki að segja óstjórn?

Ég hef búið erlendis í 20 ár og erekki á leiðinni til baka.  Það hefur enginn spreyjað á eigur mínar ennþá.  En að ég gefi það upp að ég sé íslendingur aldrei....  Ég verð náttúrlega að gera það fyrir yfirvöldum, og þótt ég sé komin vel yfir sextugt þá finn ég að ég roðna, vegna að ég skammast mín fyrir landið sem einu sinni "var" mitt.  Tómas farðu á veg allrar veraldar áður en þú ferð til   Íslands, þótt það sé ekki nema barnanna vegna.

J.þ.A (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 21:41

2 identicon

Undarleg færsla J.Þ.A, fyrir hvað skammast þú þín hafandi ekki búið hér á landi s.l. 20 ár.  Ekki skammast ég hætis hót fyrir þjóðerni mitt, ég hef ekkert gert af mér og þarf ekki að skammast mín gagnvart öðrum þjóðum og allra síst fyrir stjórnarfar líðandi stundar, það hefði frekar verið ástæða til að skammast sín á meðan Ísland var bananalýðveldi þegar ákveðinn maður labbaði á milli stóla í háum stöðum, fyrst borgarstjóri, svo forsætisráðherra síðan seðlabankastjóri, plantandi flokksdindlum og vildarvinum á ríkisspenann.

Jónína (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 22:22

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég verð alltaf stolt af því að vera íslendingur, í blíðu jafnt sem stríðu

Guðrún Sæmundsdóttir, 27.12.2009 kl. 22:26

4 identicon

JÞA viltu ekki koma fram undir nafni?

Stendur þú ekki með þjóð þinni og afkomendum þínum? Þú þarf alls ekki að skammast þín fyrir landið þitt. Það er það fallegasta, hreinasta, stórbrotnasta og kröftugasta sem ég hef amk. séð og hef ég þá víða ferðast. Þú mátt alls ekki láta aðra segja þér að þínar rætur séu ekki góðar. Þá ertu á villigötum.

Sólveig Dagmar Þórisdóttir (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 23:02

5 identicon

Kæra jónína !   Ekki veit ég hvað þú ert gömul, og það skiptir heldur ekki máli.  Svo að þú misskiljir mig ekki, þá vil ég benda þér á að ég er eldri en ísl. lýðveldið.  Svo ég man eftir því hvað var að vera stoltur íslendingur.  En þegar politíkusar áratug eftir áratug ganga yfir lík til að halda sér við kjötkatlana og passa að engir aðrir komist að þeim.  Staðan er ekki betri í dag en hún var fyrir20 30 40 árum síðan.  Jú mig svíður í hjartað, því ef að vel hefði verið á málum haldið þá hefðu allir getað lifað góðu lífi á Íslandi bæði fyrr og nú og í framtíðinni.  En Ísland er búið, því miður, búið.

J.þ.A, (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 23:04

6 identicon

Hvert er nafnið þitt JÞA? Skemmtilegra að vita það. Vona að þú finnir þig í útlandinu og að þú komir heim einn daginn. Þú ert velkominn.... velkomin.

Ég er enn mjög bjartsýn á að allt fari vel. Þrátt fyrir allt eru margar þjóðir einnig í kreppu. Helst vildi ég að við gengjum aftur noregskonungi á hönd, því þannig getum við orðið sátt. Slítum ekki í sundur friðinn.

Sólveig Dagmar Þórisdóttir (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband