au

Fleiri álver ekki rétta svarið! Verum skapandi í nýsköpun og uppbyggingu fyrir börnin okkar.

Við skuldum muna að það þarf mjög stórt lán til að byggja fleiri álver. Slíkt lán eigum við ekki að taka m.v. þær lántökur sem nú standa yfir. Þjóðin er einfaldlega of skuldsett.

Könnun Capacent Gallup sýnir vilja fárra í þjóðfélaginu og það á miklum ólgutímum stjórnmála og í byrjun efnahagskreppu. Tel ég að það sé alls ekki lausn í byggingu fleiri álvera núna. Tel reyndar að fleiri auðlindir mætti nýta en orkuna og það nú þegar. Stofna mætti félög um vatnsútfluting, þar sem almenningi er gert kleypt að sýna samstöðu og vilja í verki. Þjóðin hefur vilja og burði til þess. Nýtum þau auðæfi, viljann! Einnig er mikið til af góðu menntafólki sem er tilbúið að spreyta sig.

Miðum að því að vinna að skapandi hugmyndum við atvinnuþróun og nýsköpun í stað þess að taka það sem er fátæklegast,,,, stóriðju og kasta kröftum á einn stað. Stoppum einníg sóun á náttúruauðæfum. Það er framleitt rafmagn sem gefur um 1700 MW í dag á Íslandi og það endist okkur út þessa öld. Bjóðum ekki fleiri áldósaflamleiðendum Ísland á útsölu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband