au

"Þið Íslendingar vitið ekki hve rík þið eruð að auðlindum. Óendanlega mörg tækifæri liggja hérna til uppbyggingar".

Man þegar ég ökuleiðsagði nokkra bankastjóra erlendra banka sem lánuðu okkur fyrir Kárahnúkavirkjun. Ferðin var Reykjavík - Kárahnjúkavirkjun  - Reykjavík. Tveir bankastjóranna spurðu sérstaklega um íslensku bankana og hve öryggir þeir væru. Þá vissi ég að þeir væru ekkert öryggir. Þeir vildu einnig að ég nefndi að minnsta kosti einn banka sem síst væri treystandi. Eftir þessa spurningu velti ég stundum fyrir mér af hverju þessi ákveðna spurning kom frá þeim. Lág ástæða að baki þarna?

Einnig man ég að setning eins og þessi kom frá einum bankastjóranum:

 "Þið Íslendingar vitið ekki hve rík þið eruð að auðlindum og hve óendanlega mörg tækifæri liggja hérna til uppbyggingar".

Auðlindirnar eigum við að nýta en ekki greiða reikninga stórþjóða sem ná tökum á auðlindum okkar og sjálfstæði þjóðarinnar.

Nei við Icesave og Nei við ESB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Einu sinni var maður sem var að basla í smáútgerð og kom hann til bankastjóra.

Bað hann um lán. Bankastjórinn sagði þvert nei.

Þá sagði karlinn; Ég fer þá bara í Selvogsbankann.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 4.3.2011 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband