au

Menningarþjóðfélag hrynur ef sköpunarkraftur einstaklinga er ekki virkjaður nóg. Það segir sagan okkur að minnsta kosti. Tel mig geta unnið vel að endurhönnun nýrrar stjórnarskrár.

Menningarþjóðfélag hrynur ef sköpunarkraftur einstaklinga er ekki virkjaður nóg. Það segir sagan okkur að minnsta kosti. Því til rökstuðning set ég hér inn merkilega rannsókn á þróun menningarheima. Höfundur er:

       Arnold Joseph Toynbee
fæddur 14. apríl 1889    látinn 22. október 1975  var fæddur í Bretlandi. Hann ritaði út frá sinni þekkingu og sínu umhverfi fjölmargar bækur um sögu og menningu heimsins.

       Hann varð sem dæmi  framkvæmdastjóri Royal Institute of International Affairs ((1924-1956). Hann starfaði mikið við sagnfræðirannsóknir.

 Þróun menningar:

Toynbee skoðar sköpun og upphaf siðmenningarinnar. Þar rýnir hann í náttúruna og tilurð menningarheima. Einnig áhrif umhverfisins og kynþátta á menningu. Þannig býr hann jarðveginn undir það sem á eftir kemur með módelum þjóðmenninga eins og Hellena og Kínverja í nútíma og þátíð.

Nær yfir sviðið og skoðar fæðingu menningar út frá kynþáttunum og umhverfinu. Skoðar einnig lífskraftinn og viðbrögðin í hverjum menningarheimi. Hann býr þannig til dæmi sem hann færir fram í dagsljósið og vinnur áfram með.

þróun siðmenningar festir rætur í ákveðnum menningarheimum. Segir menningu ekki alltaf festa rætur. Þróunin verður sterkari í gegnum t.d. völd og konunga eins og hjá Egyptum. Einnig minni hópa sem eru skapandi og í andlegri tengingu við umhverfi sitt.

Toynbee skoðar af hverju sumir menningarheimar þróast áfram og aðrir missa undirstöðurnar og hverfa. Þannig getur stjórn horfið yfir til einstaklinga sem eru latir og sjálfsumglaðir. Einstaklingarnir nýta ekki sköpunarkraftinn sinn og andlega visku  og leiða þannig samfélagið og menningu þess í þrot.

Sum menningarsamfélög sameinast og ná meiri fótfestu. Ríki verður til og ákveðnar reglur gilda milli menningarsvæða. Þannig verður menning til á stærra svæði. Trú á árangur er krafturinn sem drífur þessi menningarsvæði saman. Siðmenning þróast áfram. Stefna þeirra er að ná meiri völdum og helst yfir öllum heiminum. Dæmi: veldi Rómarríkis sem náði dreifingu víða t.d. allt til Englands.

Hver menningarheimur þróast og þjóðmenning og ríki verða til á ákveðnu svæði. Trú festist í sessi og menningin þróast áfram út frá mörgum þáttum, m.a. náttúrunni . Þannig þróast menningarheimar saman í náttúrunni. Lýðurinn sættist á þjóðríkið og siðmenninguna á ákveðnu svæði. Þannig verða jafnvel til stærra menningarsvæði.

Trúarbrögð þjóðríkja næra menninguna. Siðmenningin slípast til og einstaklingarnir átta sig á siðareglum. Sköpunarkrafturinn blómstrar og birtist t.d. í kirkjum þjóðarinnar. Einstaklingurinn sér sig í umheiminum og sem þátttakanda í sögunni sem knýr hann síðan til sköpunar t.d. listaverka. Þannig hafa altaristöflur öðlast gildi og verið unnar af skapandi einstaklingum. Þannig hefur trúin mótað menningarheima. Trú getur verið mismunandi og þannig verða listaverk mismunandi.

Siðmenning er mótuð og jafnvel syrgð af hópum. Þannig verða til aðrir hópar sem berjast. Jafnvel þannig að þeir verða virtir fyrir gerðir sínar, hetjur. Enginn nýr kafli opnast þó í þróun nýrrar siðmenningar, heldur fellur hópurinn saman aftur og nær jafnvel að snúa hnignun menningarheims yfir í hærri hæðir siðmenningar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband